Viðskipti innlent

Bakkavör lækkaði um 4,8% - gengið komið í 1 krónu á hlut

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,31% í rúmlega 1,5 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 762,1stigi. Bakkavör lækkaði um 4,8%.

Viðskipti með Alfesca námu rúmum einum og hálfum milljarði í dag en fyrr í morgun var tilkynnt um yfirtökutilboð Lur Berri Iceland ehf. til hluthafa Alfesca hf. Gengi bréfa Alfesca er það sama og við opnun markaða í morgun.

Mest lækkuðu bréf Bakkavarar eða um 4,8%. Er gengi á bréfum félagsins nú slétt ein króna á hlut.

Marel hækkaði um 0,91%. Gengi annarrra félaga hreyfðist ekki.

Skuldabréfavelta nam rúmlega 8,2 milljörðum króna í Kauphöllinni í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×