Viðskipti innlent

Economist: ESB gæti lært af reynslu Íslendinga

Evrópusambandið gæti lært af reynslu Íslendinga og Nýsjálendinga þegar kemur að stjórnun fiskveiða. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti tímaritsins The Economist, þar sem fjallað um nýútkomna Grænbók um hina sameiginlegu fiskveiðistefnu ESB. Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ.

„Aðeins róttækar aðgerðir geta bjargað fiskistofnum sambandsins og sjómönnum þess," segir í greininni sem ber yfirskriftina Fishy Tales.

Í greininni er m.a. fjallað um hvernig helstu fiskveiðiþjóðir innan ESB hafa skipað sér í fylkingar út frá afstöðu þeirra til nauðsynlegra breytinga.

Danir, Hollendingar og Spánverjar eru fylgjandi því að sameiginlegu fiskveiðistefnuna þurfi að laga að forsendum markaðarins en Frakkar og Írar séu því andvígir. „Og þeir eiga sér bandamenn," segir í greininni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×