Enski boltinn

Von á yfirtökutilboði í Man. Utd?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eigendur United eru ekki vinsælir á Old Trafford.
Eigendur United eru ekki vinsælir á Old Trafford.

Breska slúðurblaðið News of the World greinir frá því í dag að von sé á risayfirtökutilboði frá Asíu í Man. Utd. Að sögn blaðsins er yfirtökutilboðið upp á einn milljarð punda.

Að tilboðinu ku standa sex viðskiptajöfrar í Asíu en þeir eiga að hafa unnið að tilboðinu síðustu þrjá mánuði.

Allir eru þeir búsettir í Bangkok að sögn blaðsins og tveir þeirra eru miklir stuðningsmenn United. Þeir hafa mætt tvisvar á Old Trafford í vetur til þess að sjá liðið spila.

Glazer-fjölskyldan frá Bandaríkjunum á United í dag en henni hefur tekist að steypa félaginu í miklar skuldir. Því er talið að fjölskyldan sé til í að selja fyrir rétt verð.

Ef af þessum kaupum verður segir blaðið að þetta verði stærstu kaup í sögu fótboltans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×