Icesave er 15 prósent af vandanum Stefán Ólafsson skrifar 9. október 2009 06:00 Icesave-málið hefur fengið allt of stórt hlutverk í umræðunni miðað við hlut þess í vanda okkar. Kostnaðurinn vegna Icesave-ábyrgðarinnar er nálægt 15 prósent af þeim byrðum sem eru að falla á ríkissjóð, eða nærri 300 milljarðar nettó af um 1700. Þessi skuld kemur til greiðslu eftir sjö ár og verður þá greidd upp á minnst átta árum, á hagstæðara gengi en nú er og föstum vöxtum. Hún gæti því hæglega orðið minna en þessi 15 prósent sem nú teljast. Eigum við ekki að fara að tala um aðalatriðin, hin 85 prósent vandans sem eru að leggjast á þjóðina núna? Látum aukaatriðin vera aukaatriði, þó þau séu alvarleg og svívirðilegt að Landsbankamenn skyldu leggja þetta á þjóðina, með leyfi Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Að fella ríkisstjórn sem hefur alla burði til að koma þjóðinni út úr vandanum, vegna ágreinings um málsmeðferð Icesave-samninganna, er að gefa málinu meira vægi en réttlætanlegt er. Þjóðin veit hvað gerðist hér. Hún veit að það verða auknar byrðar og tímabundnir erfiðleikar. Þjóðin vill aðrar áherslur en voru fyrir hrun, meiri skandinavískar jafnaðaráherslur og minni bandaríska frjálshyggjuöfga í þágu auðmanna. Stjórnarflokkarnir standa fyrir þá leið og þeir eiga að klára hana. Þeir þurfa að standa af sér tveggja ára erfiðleikatímabil og síðan fer allt upp á við aftur. Þá mun þjóðin kunna þeim þakkir sem unnu óvenju erfitt verk. Þá verður Ísland heilbrigðara í framhaldinu en verið hefur. Slíðra þarf sverð. Ögmundur þarf að koma aftur til mikilvægs hlutverks, t.d. eftir uppstokkun í Stjórnarráðinu. Hans er þörf. Því fyrr sem við komumst áfram með endurreisnina því fyrr er hægt að senda AGS úr landi og þeim mun minni skuldum þurfum við að safna. Við eigum að taka fast á vandanum strax, þó það verði sársaukafullt. Þá komumst við fyrr og betur upp úr feninu. Einbeitum okkur að aðalatriðum. Mikilvæg úrræði ríkisstjórnarinnar bíða framkvæmdar. Komum okkur áfram. Það er vel hægt. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Icesave-málið hefur fengið allt of stórt hlutverk í umræðunni miðað við hlut þess í vanda okkar. Kostnaðurinn vegna Icesave-ábyrgðarinnar er nálægt 15 prósent af þeim byrðum sem eru að falla á ríkissjóð, eða nærri 300 milljarðar nettó af um 1700. Þessi skuld kemur til greiðslu eftir sjö ár og verður þá greidd upp á minnst átta árum, á hagstæðara gengi en nú er og föstum vöxtum. Hún gæti því hæglega orðið minna en þessi 15 prósent sem nú teljast. Eigum við ekki að fara að tala um aðalatriðin, hin 85 prósent vandans sem eru að leggjast á þjóðina núna? Látum aukaatriðin vera aukaatriði, þó þau séu alvarleg og svívirðilegt að Landsbankamenn skyldu leggja þetta á þjóðina, með leyfi Seðlabanka og Fjármálaeftirlits. Að fella ríkisstjórn sem hefur alla burði til að koma þjóðinni út úr vandanum, vegna ágreinings um málsmeðferð Icesave-samninganna, er að gefa málinu meira vægi en réttlætanlegt er. Þjóðin veit hvað gerðist hér. Hún veit að það verða auknar byrðar og tímabundnir erfiðleikar. Þjóðin vill aðrar áherslur en voru fyrir hrun, meiri skandinavískar jafnaðaráherslur og minni bandaríska frjálshyggjuöfga í þágu auðmanna. Stjórnarflokkarnir standa fyrir þá leið og þeir eiga að klára hana. Þeir þurfa að standa af sér tveggja ára erfiðleikatímabil og síðan fer allt upp á við aftur. Þá mun þjóðin kunna þeim þakkir sem unnu óvenju erfitt verk. Þá verður Ísland heilbrigðara í framhaldinu en verið hefur. Slíðra þarf sverð. Ögmundur þarf að koma aftur til mikilvægs hlutverks, t.d. eftir uppstokkun í Stjórnarráðinu. Hans er þörf. Því fyrr sem við komumst áfram með endurreisnina því fyrr er hægt að senda AGS úr landi og þeim mun minni skuldum þurfum við að safna. Við eigum að taka fast á vandanum strax, þó það verði sársaukafullt. Þá komumst við fyrr og betur upp úr feninu. Einbeitum okkur að aðalatriðum. Mikilvæg úrræði ríkisstjórnarinnar bíða framkvæmdar. Komum okkur áfram. Það er vel hægt. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar