Viðskipti innlent

Stjórnendur Kaupþings velta sér ekki upp úr lögbannságreiningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur Kaupþings horfa frammá við. Mynd/ Valgarður.
Stjórnendur Kaupþings horfa frammá við. Mynd/ Valgarður.
Hulda Dóra Styrmisdóttir, formaður stjórnar Kaupþings, segir að sá ágreiningur sem hafi verið uppi á milli stjórnar bankans og bankastjóra um lögbannið á fréttaflutning RÚV séu gamlar fréttir.

Stjórn bankans sendi starfsmönnum hans tölvupóst í síðustu viku þar sem kom fram að stjórn bankans hafi ekki átt þátt í ákvörðun Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra á laugardag fyrir verslunarmannahelgi um lögbann á fréttaflutning RÚV af lánabókum bankans sem hafi þegar verið komnar á netið. Stjórn bankans harmi þann skaða sem af málinu hafi hlotist fyrir orðspor bankans.

„Við erum komin á allt annan stað núna. Það sem er í gangi í bankanum núna, það er eins og þú veist að verið að klára samningaviðræður við kröfuhafa. Þannig að gamlar fréttir eru bara gamlar fréttir," segir Hulda Dóra í samtali við Vísi. „Finnur er núna í vikufríi sem var löngu ákveðið og Björk Þórarinsdóttir er staðgengill hans," segir Hulda Dóra. Hún segir að stjórnendur bankans vinni hörðum höndum að þeim verkefnum sem fyrir liggja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×