Staðreyndir sem hver og einn getur sannreynt Guðlaugur G. Sverrisson skrifar 10. september 2009 06:00 Mér þótti rétt að stinga niður penna í tilefni skrifa Sverris Jakobssonar hér í Fréttablaðið á þriðjudag, þar sem sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í HS Orku er til umfjöllunar. Þar eru rangfærslur sem rétt er að svara. Sverrir segir söluna fara fram „nánast í skjóli nætur". Hið rétta er að hún hefur verið í deiglunni í 1½ ár, eða frá því samkeppnisyfirvöld settu skorður við eignarhaldi OR í HS Orku. Á þessum tíma hefur málið margoft verið rætt í fjölmiðlum og fimm sinnum fært til bókar í fundargerðum stjórnar OR, sem Sverri og öðrum eru aðgengilegar á netinu. Borgarstjórn Reykjavíkur og þrjár sveitarstjórnir aðrar koma að afgreiðslu þess á opnum fundum sínum og fullyrðing Sverris því undarlegur öfugsnúningur á sannleikanum. Efni samningsins hefur legið fyrir hjá stjórnarmönnum OR frá 14. ágúst. Þá var um þau fjallað á fundi stjórnar. Aftur var fjallað um kauptilboðið og efni væntanlegs samnings í stjórn OR 20. ágúst. Þá var ríkisvaldinu gefinn sérstakur frestur til að kynna sér efnisatriði væntanlegra viðskipta. Fullbúinn samningur lá fyrir og var afgreiddur á fundi stjórnar OR 31. ágúst með fyrirvara um samþykkt eigenda. Daginn eftir var hann birtur opinberlega og ræddur í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þeim vettvangi verður hann aftur til umræðu og er þessa dagana einnig til umfjöllunar á Akranesi og í Borgarbyggð. Engu er viðkemur samningnum er haldið leyndu fyrir eigendum OR. Það er ábyrgð OR gagnvart eigendum fyrirtækisins að fá sem best verð fyrir hlutinn þrátt fyrir þvingaða sölu. Opinberum aðilum hefur verið gefinn kostur á að kaupa hann í hinu opna og gagnsæja söluferli og ríkisvaldinu var gefinn sérstakur frestur til að koma að málinu. Það er því einnig rangt hjá Sverri að sérstakt kapp hafi verið lagt á að koma hlutnum í hendur einkaaðila. Þvert á móti. Þá er OR ekki að selja auðlindir. Þær auðlindir sem HS Orka nýtir eru í eigu Reykjanesbæjar. Söluverðið er viðunandi. Það er enn fremur heppilegt fyrir OR að fá stóran hluta þess greiddan í Bandaríkjadölum. Með því er dregið úr gengisáhættu Orkuveitu Reykjavíkur þar sem eign í Bandaríkjadölum kemur á móti skuldum OR í erlendri mynt. Það er því rangt hjá Sverri að OR beri sérstaka gengisáhættu af sölunni. Þvert á móti er dregið úr gengisáhættu fyrirtækisins. Varðandi þá vexti, sem greiddir eru af skuldabréfinu, þá eru þeir u.þ.b. tvöfalt hærri en þeir vextir sem OR greiðir af sínum skuldum í Bandaríkjadölum. Ef spá um álverð gengur eftir mun höfuðstóll lánsins hækka og gefa sem samsvarar allt að 4,1% ársávöxtun. Sverrir og annað yfirlýst áhugafólk um innlent eignarhald orkufyrirtækja á að fagna því að veðið fyrir greiðslu eftirstöðva kaupverðsins sé í hlutabréfunum í HS Orku en ekki í kanadísku orkufyrirtæki. Gerð er krafa um að lánamál HS Orku komist í lag. Til að svo verði verður að setja meira fé inn í fyrirtækið og eða fara í skuldbreytingar. Verði greiðslufall kemur HS Orku hluturinn aftur í eigu íslenskra aðila, ekki bara sá hlutur sem greiddur er með bréfinu heldur líka sá hlutur sem greiddur er út. Þetta eru staðreyndir málsins, sem hver og einn getur staðreynt með því að kynna sér gögn þess. Við vitum að í fjármálaheiminum er þessa dagana verið að gera samninga af ýmsu tagi sem varða hagsmuni almennings miklu. Vinnubrögð Orkuveitu Reykjavíkur í viðskiptunum með hlutinn í HS Orku gætu verið fyrirmynd þar sem gögn málsins hafa verið lögð á borðið og gerð aðgengileg eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru íbúar Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Mér þótti rétt að stinga niður penna í tilefni skrifa Sverris Jakobssonar hér í Fréttablaðið á þriðjudag, þar sem sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut í HS Orku er til umfjöllunar. Þar eru rangfærslur sem rétt er að svara. Sverrir segir söluna fara fram „nánast í skjóli nætur". Hið rétta er að hún hefur verið í deiglunni í 1½ ár, eða frá því samkeppnisyfirvöld settu skorður við eignarhaldi OR í HS Orku. Á þessum tíma hefur málið margoft verið rætt í fjölmiðlum og fimm sinnum fært til bókar í fundargerðum stjórnar OR, sem Sverri og öðrum eru aðgengilegar á netinu. Borgarstjórn Reykjavíkur og þrjár sveitarstjórnir aðrar koma að afgreiðslu þess á opnum fundum sínum og fullyrðing Sverris því undarlegur öfugsnúningur á sannleikanum. Efni samningsins hefur legið fyrir hjá stjórnarmönnum OR frá 14. ágúst. Þá var um þau fjallað á fundi stjórnar. Aftur var fjallað um kauptilboðið og efni væntanlegs samnings í stjórn OR 20. ágúst. Þá var ríkisvaldinu gefinn sérstakur frestur til að kynna sér efnisatriði væntanlegra viðskipta. Fullbúinn samningur lá fyrir og var afgreiddur á fundi stjórnar OR 31. ágúst með fyrirvara um samþykkt eigenda. Daginn eftir var hann birtur opinberlega og ræddur í borgarstjórn Reykjavíkur. Á þeim vettvangi verður hann aftur til umræðu og er þessa dagana einnig til umfjöllunar á Akranesi og í Borgarbyggð. Engu er viðkemur samningnum er haldið leyndu fyrir eigendum OR. Það er ábyrgð OR gagnvart eigendum fyrirtækisins að fá sem best verð fyrir hlutinn þrátt fyrir þvingaða sölu. Opinberum aðilum hefur verið gefinn kostur á að kaupa hann í hinu opna og gagnsæja söluferli og ríkisvaldinu var gefinn sérstakur frestur til að koma að málinu. Það er því einnig rangt hjá Sverri að sérstakt kapp hafi verið lagt á að koma hlutnum í hendur einkaaðila. Þvert á móti. Þá er OR ekki að selja auðlindir. Þær auðlindir sem HS Orka nýtir eru í eigu Reykjanesbæjar. Söluverðið er viðunandi. Það er enn fremur heppilegt fyrir OR að fá stóran hluta þess greiddan í Bandaríkjadölum. Með því er dregið úr gengisáhættu Orkuveitu Reykjavíkur þar sem eign í Bandaríkjadölum kemur á móti skuldum OR í erlendri mynt. Það er því rangt hjá Sverri að OR beri sérstaka gengisáhættu af sölunni. Þvert á móti er dregið úr gengisáhættu fyrirtækisins. Varðandi þá vexti, sem greiddir eru af skuldabréfinu, þá eru þeir u.þ.b. tvöfalt hærri en þeir vextir sem OR greiðir af sínum skuldum í Bandaríkjadölum. Ef spá um álverð gengur eftir mun höfuðstóll lánsins hækka og gefa sem samsvarar allt að 4,1% ársávöxtun. Sverrir og annað yfirlýst áhugafólk um innlent eignarhald orkufyrirtækja á að fagna því að veðið fyrir greiðslu eftirstöðva kaupverðsins sé í hlutabréfunum í HS Orku en ekki í kanadísku orkufyrirtæki. Gerð er krafa um að lánamál HS Orku komist í lag. Til að svo verði verður að setja meira fé inn í fyrirtækið og eða fara í skuldbreytingar. Verði greiðslufall kemur HS Orku hluturinn aftur í eigu íslenskra aðila, ekki bara sá hlutur sem greiddur er með bréfinu heldur líka sá hlutur sem greiddur er út. Þetta eru staðreyndir málsins, sem hver og einn getur staðreynt með því að kynna sér gögn þess. Við vitum að í fjármálaheiminum er þessa dagana verið að gera samninga af ýmsu tagi sem varða hagsmuni almennings miklu. Vinnubrögð Orkuveitu Reykjavíkur í viðskiptunum með hlutinn í HS Orku gætu verið fyrirmynd þar sem gögn málsins hafa verið lögð á borðið og gerð aðgengileg eigendum Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru íbúar Reykjavíkur, Akraness og Borgarbyggðar. Höfundur er stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar