Viðskipti innlent

Glitnir þarf að láta Vilhjálm Bjarnason hafa gögn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Bjarnason stefndi Glitni
Vilhjálmur Bjarnason stefndi Glitni
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Glitni banka sé skylt að afhenda Vilhjálmi Bjarnasyni, formanns Félags fjárfesta, gögn sem fylgdu kröfulýsingu skilanefndar Glitnis í þrotabú Fons hf.

Glitnir bar fyrir sig bankaleynd í málinu en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að þau rök ættu ekki við. Vilhjálmur beindi einnig kröfu sinni að Fons en dómurinn taldi að Fons væri ekki skylt að láta sömu gögn af hendi.

Skilanefnd tók Glitni yfir í október í fyrra eins og kunnugt er, en Vilhjálmur átti hlut í bankanum. Vilhjálmur telur að Glitnir hafi lánað Fons 24 milljarða króna og sé kröfulýsing Glitnis í þrotabú Fons vegna þess láns.

Fram kom á Vísi í nóvember að ástæðan fyrir málarekstri Vilhjálms væri sú að hann vildi kanna hugsanlegt skaðabótamál hluthafa Glitnis vegna lánsins til Fons.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×