Aðbúnaður á geðdeildum Landspítalans 13. nóvember 2009 06:00 Allt frá árinu 1994 hef ég legið reglulega inni á geðdeild LSP. Þá greindist ég með innlægt þunglyndi sem tekur sig upp aftur og aftur. Það má segja að að meðaltali hafi ég legið inni tvisvar á ári eða þar um bil. Ég hef því haft tækifæri til að bera saman starf geðdeildarinnar yfir öll þessi ár. Þegar ég lá fyrst inni, febrúar til apríl árið 1994, var sjúkraþjálfun starfandi og iðjuþjálfun. Þá var gert ágætt plan fyrir sjúklingana á deildinni og fór ég niður á hverjum degi, ýmist í sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Í sjúkraþjálfuninni var boðið upp á göngubretti og hjól ásamt nokkrum tækjum. Einnig var boðið upp á leikfimitíma sem voru með ýmsu móti. Í iðjuþjálfuninni máluðum við á slæður, fléttuðum körfur og gerðum ýmislegt fallegt sem jók okkur sjálfstraust. Allt þetta, hreyfingin og athafnirnar sem við gerðum daglega, jók bata okkar verulega. Á hverjum morgni voru morgunfundir þar sem við söfnuðumst saman og fórum yfir daginn með lækni og hjúkrunarfræðingi. Einhvern tíma á þessum áratug var síðan sjúkraþjálfunin og iðjuþjálfunin lagðar niður vegna sparnaðar og tekin var upp svokölluð deildariðja á deildum þar sem málað var á gifs. Í dag er það eina afþreyingin sem býðst á deildinni og oftar en ekki liggur sú vinna niðri vegna fjarveru/veikinda starfsmanneskju. Ekki er um skipulagðar gönguferðir eða nokkra aðra hreyfingu að ræða nema sjúklingur sæki það sérstaklega. Og það ætti að vera öllum ljóst að sjúklingur í djúpu þunglyndi sækir ekki sérstaklega að fara í gönguferðir með starfsfólki. Það þarf að örva sjúklingana til að fara og hafa reglubundna hreyfingu á dagskrá. Það er vísindalega sannað að hreyfing bætir geðheilsu og hefur sérstaklega góð áhrif á þunglyndi. Það, að liggja inni á geðdeild og fitna og stirðna vegna ónógrar hreyfingar er ekki að bæta sjálfsmatið fyrir nú utan að dagsbirtan hefur, eins og allir vita, ótrúlega góð áhrif á þunglyndi. Ég lá þarna inni á deildinni um daginn í vikutíma vegna geðlægðar og get fullyrt að ef ég hefði ekki haft prjónana mína hefði ég orðið ennþá þunglyndari eftir dvölina þar, aðallega vegna aðgerðaleysis. Ekki var um að ræða neina skipulagða viðtalstíma nema við lækninn á morgnana, þá daga sem hann/hún mætti. Ég man eftir einni kyrrðarstund með presti og einum slökunartíma með hjúkrunarfræðingi. Það fór svo alveg eftir því hvaða starfsfólk var á vakt við hvern maður gæti talað. Landspítalinn hefur þá reglu að hafa tvær heitar máltíðir á dag, sem er auðvitað fáránlega mikil fæða fyrir sjúklinga sem hreyfa sig ekki neitt. Svo eru auðvitað kaffitímar og fleira inni á milli. Hápunktar dagsins eru þessir matartímar og svo heimsóknir þær sem maður fær kannski, ef maður er heppinn. Það segir sig sjálft að svona mikill matur og lítil hreyfing bætir ekki geð sjúklinga, þvert á móti. Ég er algjörlega meðvituð um að spara þarf í heilbrigðiskerfinu en er verið að spara þarna? Hversu mikill sparnaður er að því að fólki sé hleypt heim, ekki alveg nógu góðu, ekki með neina eftirmeðferð og algjörlega upp á sjálft sig komið? Ég útskrifaðist viku eftir innlögn, var ekki orðin nógu heilbrigð en nægilega mikið í bata til að fara af deildinni. Mér var lofað að ég fengi sálfræðihjálp sem ég er búin að vera að biðja um síðan í fyrra… síðan er liðinn tæpur hálfur mánuður og enginn sálfræðingur búinn að hafa samband. Ég hringdi fyrir helgi og var tjáð að búið væri að leggja inn beiðni sem tæki svo tíma að fara yfir. Ég lagðist inn á þessa deild þrisvar sinnum síðasta vetur. Í öll skiptin fór ég heim, án eftirmeðferðar og án þess að vera orðin nægilega góð. Geðdeildin er neyðarúrræði en væri ekki æskilegra að sjúklingar fengju eftirfylgd við sitt hæfi, heldur en að leggjast inn hvað eftir annað? Myndi ekki innlögnum fækka ef boðið væri upp á prógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem samanstæði af líkamlegri hreyfingu og andlegum stuðningi? Ég er alveg viss um að það væri sparnaður til lengri tíma litið. Ég er útskrifuð af spítalanum en er hálfhrædd um að ekki verði langt þangað til ég þarf á honum að halda aftur ef miða má við veturinn í fyrra, nema ég fái sálfræðilegan stuðning til að halda mér uppi í vetur. Ég hugsa að það verði ódýrara fyrir LSP að veita mér reglulega sálfræðiþjónustu en að taka við mér aftur og aftur. Á sama hátt tel ég að það borgi sig að endurhæfa sjúklingana inni á deildinni í stað þess að geyma þá þar bara. Ég gæti alveg hugsað mér að boðið væri upp á viðtalsmeðferðir eftir þörfum sjúklinganna og ekki væri talað niður til þeirra á deildinni eins og því miður viðgengst í dag. Ég er alveg viss um að með þessum aðferðum væri hægt að minnka lyfjakostnaðinn og fækka innlögnum. Einnig þarf að fara yfir starfsmannaúrvalið og kanna hverjir eru ákjósanlegir að vinna með fólki og hverjir ekki. Og það fer alls ekki eftir menntun viðkomandi hvort hann/hún er hæfur til að vinna með fólki eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að bæta geðheilbrigði landsmanna öðruvísi en með miklum tilkostnaði. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Allt frá árinu 1994 hef ég legið reglulega inni á geðdeild LSP. Þá greindist ég með innlægt þunglyndi sem tekur sig upp aftur og aftur. Það má segja að að meðaltali hafi ég legið inni tvisvar á ári eða þar um bil. Ég hef því haft tækifæri til að bera saman starf geðdeildarinnar yfir öll þessi ár. Þegar ég lá fyrst inni, febrúar til apríl árið 1994, var sjúkraþjálfun starfandi og iðjuþjálfun. Þá var gert ágætt plan fyrir sjúklingana á deildinni og fór ég niður á hverjum degi, ýmist í sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun. Í sjúkraþjálfuninni var boðið upp á göngubretti og hjól ásamt nokkrum tækjum. Einnig var boðið upp á leikfimitíma sem voru með ýmsu móti. Í iðjuþjálfuninni máluðum við á slæður, fléttuðum körfur og gerðum ýmislegt fallegt sem jók okkur sjálfstraust. Allt þetta, hreyfingin og athafnirnar sem við gerðum daglega, jók bata okkar verulega. Á hverjum morgni voru morgunfundir þar sem við söfnuðumst saman og fórum yfir daginn með lækni og hjúkrunarfræðingi. Einhvern tíma á þessum áratug var síðan sjúkraþjálfunin og iðjuþjálfunin lagðar niður vegna sparnaðar og tekin var upp svokölluð deildariðja á deildum þar sem málað var á gifs. Í dag er það eina afþreyingin sem býðst á deildinni og oftar en ekki liggur sú vinna niðri vegna fjarveru/veikinda starfsmanneskju. Ekki er um skipulagðar gönguferðir eða nokkra aðra hreyfingu að ræða nema sjúklingur sæki það sérstaklega. Og það ætti að vera öllum ljóst að sjúklingur í djúpu þunglyndi sækir ekki sérstaklega að fara í gönguferðir með starfsfólki. Það þarf að örva sjúklingana til að fara og hafa reglubundna hreyfingu á dagskrá. Það er vísindalega sannað að hreyfing bætir geðheilsu og hefur sérstaklega góð áhrif á þunglyndi. Það, að liggja inni á geðdeild og fitna og stirðna vegna ónógrar hreyfingar er ekki að bæta sjálfsmatið fyrir nú utan að dagsbirtan hefur, eins og allir vita, ótrúlega góð áhrif á þunglyndi. Ég lá þarna inni á deildinni um daginn í vikutíma vegna geðlægðar og get fullyrt að ef ég hefði ekki haft prjónana mína hefði ég orðið ennþá þunglyndari eftir dvölina þar, aðallega vegna aðgerðaleysis. Ekki var um að ræða neina skipulagða viðtalstíma nema við lækninn á morgnana, þá daga sem hann/hún mætti. Ég man eftir einni kyrrðarstund með presti og einum slökunartíma með hjúkrunarfræðingi. Það fór svo alveg eftir því hvaða starfsfólk var á vakt við hvern maður gæti talað. Landspítalinn hefur þá reglu að hafa tvær heitar máltíðir á dag, sem er auðvitað fáránlega mikil fæða fyrir sjúklinga sem hreyfa sig ekki neitt. Svo eru auðvitað kaffitímar og fleira inni á milli. Hápunktar dagsins eru þessir matartímar og svo heimsóknir þær sem maður fær kannski, ef maður er heppinn. Það segir sig sjálft að svona mikill matur og lítil hreyfing bætir ekki geð sjúklinga, þvert á móti. Ég er algjörlega meðvituð um að spara þarf í heilbrigðiskerfinu en er verið að spara þarna? Hversu mikill sparnaður er að því að fólki sé hleypt heim, ekki alveg nógu góðu, ekki með neina eftirmeðferð og algjörlega upp á sjálft sig komið? Ég útskrifaðist viku eftir innlögn, var ekki orðin nógu heilbrigð en nægilega mikið í bata til að fara af deildinni. Mér var lofað að ég fengi sálfræðihjálp sem ég er búin að vera að biðja um síðan í fyrra… síðan er liðinn tæpur hálfur mánuður og enginn sálfræðingur búinn að hafa samband. Ég hringdi fyrir helgi og var tjáð að búið væri að leggja inn beiðni sem tæki svo tíma að fara yfir. Ég lagðist inn á þessa deild þrisvar sinnum síðasta vetur. Í öll skiptin fór ég heim, án eftirmeðferðar og án þess að vera orðin nægilega góð. Geðdeildin er neyðarúrræði en væri ekki æskilegra að sjúklingar fengju eftirfylgd við sitt hæfi, heldur en að leggjast inn hvað eftir annað? Myndi ekki innlögnum fækka ef boðið væri upp á prógramm fyrir hvern og einn sjúkling sem samanstæði af líkamlegri hreyfingu og andlegum stuðningi? Ég er alveg viss um að það væri sparnaður til lengri tíma litið. Ég er útskrifuð af spítalanum en er hálfhrædd um að ekki verði langt þangað til ég þarf á honum að halda aftur ef miða má við veturinn í fyrra, nema ég fái sálfræðilegan stuðning til að halda mér uppi í vetur. Ég hugsa að það verði ódýrara fyrir LSP að veita mér reglulega sálfræðiþjónustu en að taka við mér aftur og aftur. Á sama hátt tel ég að það borgi sig að endurhæfa sjúklingana inni á deildinni í stað þess að geyma þá þar bara. Ég gæti alveg hugsað mér að boðið væri upp á viðtalsmeðferðir eftir þörfum sjúklinganna og ekki væri talað niður til þeirra á deildinni eins og því miður viðgengst í dag. Ég er alveg viss um að með þessum aðferðum væri hægt að minnka lyfjakostnaðinn og fækka innlögnum. Einnig þarf að fara yfir starfsmannaúrvalið og kanna hverjir eru ákjósanlegir að vinna með fólki og hverjir ekki. Og það fer alls ekki eftir menntun viðkomandi hvort hann/hún er hæfur til að vinna með fólki eða ekki. Það hlýtur að vera hægt að bæta geðheilbrigði landsmanna öðruvísi en með miklum tilkostnaði. Höfundur er leikskólakennari.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun