Umfjöllun: Vinnusigur Njarðvíkinga gegn Fjölni Ragnar Vignir skrifar 29. október 2009 22:19 Úr leik Fjölnis og Njarðvíkur í kvöld. Mynd/Daníel Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4. Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira
Njarðvík vann í kvöld níu stiga sigur á Fjölni í Grafarvoginum í kvöld, 73-64. Liðið er því enn með fullt hús stiga eftir fyrstu fjórar umferðirnar í Iceland Express-deild karla. Fyrir leikinn hefði mátt búast við einstefnu gestanna en annað kom á daginn. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og heimamenn lengi yfir. Fjölnismenn voru virkilega grimmir í fyrir hlé og börðumst um hvern einasta bolta og náðu mörgum sóknarfráköstum þrátt fyrir turnanna tvo, þá Pál Kristinsson og Friðrik Stefánsson í liði Njarðvíkur. Gestirnir voru að sama skapi mjög lengi í gang og virkuðu bæði áhuga- og andlausir í sínum aðgerðum, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þegar leið að hálfleik vöknuðu gestirnir og eftir nokkrar þriggja stiga körfur komust Njarðvíkingar yfir og leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 34-30. Í þriðja leikhluta var mikið jafnræði með liðunum en þó voru gestirnir ávallt skrefinu á undan og sýndu loks sitt rétta andlit. Munurinn fyrir síðasta leikhlutann var fjögur stig og í raun var leikurinn enn opinn. Í síðasta fjórðungnum spilaði Njarðvík hins vegar mjög yfirvegaðan og góðan leik. Stórskytturnar Magnús Gunnarsson og Jóhann Ólafsson skiluðu á köflum mikilvægum stigum og þá var Friðrik Stefánsson traustur undir körfunni. Við þessa reynsluleikmenn réðu Fjölnismenn einfaldlega ekki og gestirnir sigu á endanum fram úr heimamönnum. Þeir gáfust þó aldrei upp og héldu muninum í leikslok í níu stigum. Fjölnismenn spiluðu alls ekki illa í þessum leik. Vörnin var góð lengst af en það var eins og menn misstu móðinn þegar leið á síðasta leikhlutann. Liðið var að búa til góðar sóknir lengst af en skotnýtingin var ekki nógu góð. Gestirnir frá Njarðvík geta spilað mun betur en þeir gerðu í Grafarvoginum í kvöld. Liðið var lengi í gang og það var ekki fyrr en stórskyttur þeirra fóru að hitta vel sem munurinn milli liðanna jókst. Það verður þó teljast styrkur að vinna sigur þrátt fyrir frekar slaka frammistöðu heilt yfir. Liðið mun bara halda áfram að styrkjast og verður að teljast líklegt til afreka í vetur. Stig Fjölnis: Christopher Smith 23, Ægir Steinarsson 13,Magni Hafsteinsson 12, Arnþór Guðmundsson 9, Níels Dungal 5, Sverrir Kári Karlsson 2. Stig Njarðvíkur: Magnús Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17, Friðrik Stefánsson 12, Páll Kristinsson 8, Jóhann Ólafsson 8, Rúnar Erlingsson 4, Hjörtur Einarsson 4.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Sjá meira