Íþyngja stjórnvöld handhöfum aukinna ökuréttinda? Jón Halldór Guðmundsson skrifar 24. október 2009 06:00 Á liðnu sumri hefur enn eitt metið verið slegið í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands, hvort sem er fljúgandi eða í ört fjölgandi komum skemmtiferðaskipa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins ferðast með hópferðabifreiðum. Ört fjölgandi ferðamenn kalla á fjölgun í hópbifreiðaflotanum, sem kallar á umtalsverða endurnýjun þeirra sem hafa réttindi til að aka slíkum ökutækjum. Á undanförnum árum hefur nám til aukinna ökuréttinda hækkað gríðarlega mikið, sem verður til þess að einstaklingar leggja ekki út í þann kostnað að afla sér þessara réttinda til þess eins að sinna akstri slíkra ökutækja í aukavinnu eins og tíðkast hefur í áratugi. En eins og allir vita er mesti annatími ferðamannaiðnaðarins yfir hásumarið, sem hefur það í för með sér að gríðarlegur fjöldi hlutastarfa skapast í kringum þennan iðnað. Mikið er um að háskólastúdentar sæki í þessi störf ásamt öðrum sem nýta sumarfríið sitt til að afla auka tekna. Hluta þessarar hækkunar má rekja til þess að hið opinbera hefur lagt auknar álögur á ýmsa hluta námsins með því að innleiða blindandi tilskipanir frá Evrópusambandinu án þess að nýta sér þær undanþágur sem er að finna í tilskipununum sjálfum. Á síðustu misserum hafa stjórnvöld talað fögrum orðum um fjölgun ferðamanna og að ferðamannaiðnaðurinn muni skila auknum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Með setningu reglugerðar nr. 760/2006 um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini eru stjórnvöld að innleiða enn eina tilskipunina frá Evrópusambandinu þar sem kveðið er á um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Í þessari tilskipun er kveðið á um að þeir sem hafi gild ökuréttindi í flokki D til D1 (farþegaflutninga) og C til C1 (vöruflutninga) þurfi að sækja endurmenntun sem fer fram á 35 stunda námskeiði á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. Endurmenntun þessi skal fara fram á vegum ökuskóla sem hefur starfsleyfi til að annast slíka endurmenntun. Í 11. lið inngangs tilskipunarinnar er kveðið á um „að þessi tilskipun skuli ekki hafa áhrif á réttindi ökumanns sem er handhafi ökuskírteinis, sem er nauðsynlegt til að stunda akstursstarfsemi, fyrir þann dag sem mælt er fyrir um til að fá starfshæfisvottorð sem vottar grunnþjálfun hans eða reglubundna þjálfun“. Í öllum hópferða- og vöruflutningabifreiðum eru ökuritar og eru þeir allra nýjustu þannig að viðkomandi ökumaður þarf sérstakt ökuritakort með innbyggðum örgjörva sem ber að endurnýja á fimm ára fresti. Hingað til hafa aukin ökuréttindi gilt í tíu ár en árið 2013 verður sú breyting á að gildistími þeirra verður styttur til samræmis við gildistíma ökuritakortsins og endurmenntunarinnar. Allt þetta hefur í för með sér umtalsverð útgjöld fyrir handhafa slíkra réttinda, sem verður til þess að þeir sem stundað hafa slíka aukavinnu munu hverfa frá þar sem sá kostnaður sem viðkomandi þarf að leggja út í til að viðhalda atvinnuréttindum er slíkur að enginn ávinningur er lengur til staðar. Er það ætlun samgönguráðherra að drepa þessar stéttir eða ætlar hann að beita sér fyrir breytingum sem stuðla að eðlilegri endurnýjun í þessum starfsstéttum? Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á liðnu sumri hefur enn eitt metið verið slegið í fjölda erlendra ferðamanna til Íslands, hvort sem er fljúgandi eða í ört fjölgandi komum skemmtiferðaskipa. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins ferðast með hópferðabifreiðum. Ört fjölgandi ferðamenn kalla á fjölgun í hópbifreiðaflotanum, sem kallar á umtalsverða endurnýjun þeirra sem hafa réttindi til að aka slíkum ökutækjum. Á undanförnum árum hefur nám til aukinna ökuréttinda hækkað gríðarlega mikið, sem verður til þess að einstaklingar leggja ekki út í þann kostnað að afla sér þessara réttinda til þess eins að sinna akstri slíkra ökutækja í aukavinnu eins og tíðkast hefur í áratugi. En eins og allir vita er mesti annatími ferðamannaiðnaðarins yfir hásumarið, sem hefur það í för með sér að gríðarlegur fjöldi hlutastarfa skapast í kringum þennan iðnað. Mikið er um að háskólastúdentar sæki í þessi störf ásamt öðrum sem nýta sumarfríið sitt til að afla auka tekna. Hluta þessarar hækkunar má rekja til þess að hið opinbera hefur lagt auknar álögur á ýmsa hluta námsins með því að innleiða blindandi tilskipanir frá Evrópusambandinu án þess að nýta sér þær undanþágur sem er að finna í tilskipununum sjálfum. Á síðustu misserum hafa stjórnvöld talað fögrum orðum um fjölgun ferðamanna og að ferðamannaiðnaðurinn muni skila auknum gjaldeyristekjum í ríkissjóð. Með setningu reglugerðar nr. 760/2006 um breytingu á reglugerð nr. 501/1997 um ökuskírteini eru stjórnvöld að innleiða enn eina tilskipunina frá Evrópusambandinu þar sem kveðið er á um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga. Í þessari tilskipun er kveðið á um að þeir sem hafi gild ökuréttindi í flokki D til D1 (farþegaflutninga) og C til C1 (vöruflutninga) þurfi að sækja endurmenntun sem fer fram á 35 stunda námskeiði á fimm ára fresti til að viðhalda atvinnuréttindum sínum. Endurmenntun þessi skal fara fram á vegum ökuskóla sem hefur starfsleyfi til að annast slíka endurmenntun. Í 11. lið inngangs tilskipunarinnar er kveðið á um „að þessi tilskipun skuli ekki hafa áhrif á réttindi ökumanns sem er handhafi ökuskírteinis, sem er nauðsynlegt til að stunda akstursstarfsemi, fyrir þann dag sem mælt er fyrir um til að fá starfshæfisvottorð sem vottar grunnþjálfun hans eða reglubundna þjálfun“. Í öllum hópferða- og vöruflutningabifreiðum eru ökuritar og eru þeir allra nýjustu þannig að viðkomandi ökumaður þarf sérstakt ökuritakort með innbyggðum örgjörva sem ber að endurnýja á fimm ára fresti. Hingað til hafa aukin ökuréttindi gilt í tíu ár en árið 2013 verður sú breyting á að gildistími þeirra verður styttur til samræmis við gildistíma ökuritakortsins og endurmenntunarinnar. Allt þetta hefur í för með sér umtalsverð útgjöld fyrir handhafa slíkra réttinda, sem verður til þess að þeir sem stundað hafa slíka aukavinnu munu hverfa frá þar sem sá kostnaður sem viðkomandi þarf að leggja út í til að viðhalda atvinnuréttindum er slíkur að enginn ávinningur er lengur til staðar. Er það ætlun samgönguráðherra að drepa þessar stéttir eða ætlar hann að beita sér fyrir breytingum sem stuðla að eðlilegri endurnýjun í þessum starfsstéttum? Höfundur er viðskiptalögfræðingur og með M.A. í skattarétti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar