Erlent

Hótuðu að nauðga mömmu hryðjuverkaleiðtoga

Khalid Sheikh Mohammed.
Khalid Sheikh Mohammed.

Óhugnanlegar yfirheyrsluaðferðir hafa verið afhjúpaðar eftir að skýrsla um yfirheyrslur yfir hryðjuverkamönnum var birt á dögunum. Þar kom fram að starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar hafi hótað að myrða börn Khalid Sheikh Mohammed, en hann hefur verið sakaður um að hafa skipulagt hryðjuverkin þann 11. september árið 2001.

Skýrslan þykir óhugnanleg. Meðal þess sem leyniþjónustumaður á að hafa hótað Kahlid er að myrða börnin hans ef framið verður annað hryðjuverk á bandarískri grundu. Þá hótar hann ennfremur að ræna móður hans og nauðga henni fyrir framan meinta hryðjuverkaleiðtogann.

Leyniþjónustumaðurinn hefur neitað því að hafa hótað Khalid.

Skýrslan sem um ræðir var opinberuð í dag en það var bandaríska dómsmálaráðuneytið sem birti hana.

Dómsmálaráðuneytið hefur skipað sérstakan saksóknara til þess að rannsaka tugi ásakanna um hrottalegar misþyrmingar leyniþjónustumanna á meintum hryðjuverkamönnum á meðan Georg W. Bush gegndi embætti forseta Bandaríkjanna.

Núverandi forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur þegar bannað notkun svokallaðra vatnsbretta. Það eru pyntingatól þar sem föngum er dýft öfugum ofan í vatn með poka á höfði. Tilfinningin mun vera ansi lík því að drukkna.

Þess má geta að Dick Cheney, sem var varaforseti Bandaríkjanna þegar í Bush-ríkisstjórninni, hefur áður sagt að pyntingar á hryðjuverkamönnum sé nauðsynlegt verkfæri í baráttunni gegn þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×