Brostnar gróðavonir Hjörleifur Stefánsson skrifar 8. október 2009 06:00 Ágæta borgarstjórn! Þetta bréf sendi ég ykkur í von um að það opni augu ykkar fyrir mistökum sem hafa átt sér stað í skipulagsmálum gömlu hverfa Reykjavíkur í marga áratugi og mikilvægt er að linni. Í upphafi voru þetta alls engin mistök. Það er auðvitað vel þekkt saga að margt sem byrjar sem hugmynd um framfarir getur smám saman orðið dragbítur. Þannig er það í þessu tilviki sem hér um ræðir og verður það rakið allt til bæjarbrunans mikla árið 1915 þegar mörg hús í miðbænum brunnu. Menn trúðu þá að nauðsynlegt væri að útrýma timburhúsum og byggja bæinn frá grunni úr stórum steinsteypuhúsum. Þessi framtíðarsýn bæjarstjórnar, sem skjalfest var með skipulaginu 1927, varð grundvöllur að verðmati á viðkomandi eign. Lóð með litlu húsi gekk eftir þetta kaupum og sölum sem byggingarlóð. Á þessum tíma efaðist enginn um að þetta væri skynsamleg ráðstöfun og samfélaginu fyrir bestu. Árið 1963 var samþykkt nýtt skipulag fyrir Reykjavík sem áfram hvíldi á þeirri meginforsendu að bæinn skyldi endurbyggja úr steinsteypu en því til viðbótar kom nú sú reginfirra sem sprottin var af rótum módernismans, að sögulegir byggingarstílar væru lítils virði ef ekki beinlínis fyrirlitlegir. Svipaðar hugmyndir voru nánast allsráðandi um Evrópu á þessum tíma. Fljótlega tók almenningur þó að átta sig á því sem var að gerast. Fjöldahreyfingar risu gegn þeirri fyrirætlan skipulagsfræðinga og arkitekta að eyða sögulegum kjörnum borganna til þess að endurbyggja þær eftir mjög einstrengingslegri hugmyndafræði. Þetta gerðist líka hér í Reykjavík. Smám saman opnuðust augu almennings og þar með líka stjórnmálamanna fyrir því að í sögulegri vídd borgarinnar og margbreytileika væru fólgin ómetanleg gildi sem væru sameign samfélagsins. Nú er svo komið að fáir ef einhverjir andmæla því að sögulegir kjarnar miðborga eru mikilvægari en allt annað í borgarumhverfinu. Maðurinn er hugsandi tilfinningavera og einfaldlega þannig gerður að hann laðast að umhverfi sem þrungið er sögulegri merkingu. Skipulagsmál byggðar eru á forræði sveitarstjórna og þeim ber að endurskoða skipulag eftir því sem þörf krefur. Sú kvöð er auðvitað sprottin af þeirri nauðsyn að endurmeta fyrri ákvarðanir með hliðsjón af breytingum á gildismati samfélagsins. Þá er ég kominn að því að orða mistökin - hengja bjölluna á köttinn: Fram til þessa hefur borgarstjórn Reykjavíkur kosið að líta svo á að henni beri að bæta lóðareigendum þann hugsanlega fjárhagslega skaða sem þeir kunna að verða fyrir ef samþykktu skipulagi er breytt á þann veg að minna megi byggja á viðkomandi lóð en áður var heimilað. Þarna liggja mistökin sem ég nefndi í upphafi. Þetta er kjarni málsins. Mistökin eru fólgin í því að borgarstjórn hefur til þessa litið svo á að henni beri að bæta lóðaeigendum að verðmat lóða þeirra lækkar þegar deiliskipulagi er breytt þannig að minna megi byggja á lóðum þeirra en áður. Þetta er í raun og veru fráleitt. Þetta er í raun og veru jafn fráleitt og sú staðreynd sem við höfum orðið vitni að þegar eigendur fyrirtækjar hirða gróða þegar svo ber undir en samfélagið er látið bera tapið þegar illa fer. Aukinn byggingarréttur er í raun og veru aðeins ávísun á aukin verðmæti ef byggingarrétturinn er nýttur. Hann merkir von um ágóða sem rætist ef byggt er stærra hús og það selt. Sá lóðareigandi sem ekki kýs að notfæra sér þennan rétt meðan hann er fyrir hendi verður að sætta sig við að byggingarrétturinn sé skertur ef borgarstjórn telur samfélagslega nauðsyn bera til þess. Þetta er í sjálfu sér auðskilið og fellur vel að almennum hugmyndum um nauðsyn þess að hagur almennings á að ráða mótun samfélags okkar en jafnframt eiga einstaklingar að njóta réttlætis og eignarréttinn ber að virða. Það er mótun hins samfélagslega umhverfis borgarinnar sem hlýtur að vera leiðarljós borgarstjórnar en ekki hagur einstakra lóðareienda. Reglurnar um það hvernig þessu skuli háttað eru auðvitað sniðnar að og af samfélagi okkar. Þær eru mannanna verk. Það er hlutverk löggjafarvaldsins að setja lög og reglur og því starfi lýkur aldrei því stöðugt þarf að bæta, leiðrétta og lagfæra til þess að löggjöfin gegni hlutverki sínu almenningi til heilla. Ef einhver lög verða túlkuð á þá leið að samfélaginu beri skylda til þess að bæta lóðaeigendum skerta hagnaðarvon vegna þess að skipulagi er breytt til þess að tryggja sögulega vídd byggðarinnar þá ber löggjafanum einfaldlega að breyta henni. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ágæta borgarstjórn! Þetta bréf sendi ég ykkur í von um að það opni augu ykkar fyrir mistökum sem hafa átt sér stað í skipulagsmálum gömlu hverfa Reykjavíkur í marga áratugi og mikilvægt er að linni. Í upphafi voru þetta alls engin mistök. Það er auðvitað vel þekkt saga að margt sem byrjar sem hugmynd um framfarir getur smám saman orðið dragbítur. Þannig er það í þessu tilviki sem hér um ræðir og verður það rakið allt til bæjarbrunans mikla árið 1915 þegar mörg hús í miðbænum brunnu. Menn trúðu þá að nauðsynlegt væri að útrýma timburhúsum og byggja bæinn frá grunni úr stórum steinsteypuhúsum. Þessi framtíðarsýn bæjarstjórnar, sem skjalfest var með skipulaginu 1927, varð grundvöllur að verðmati á viðkomandi eign. Lóð með litlu húsi gekk eftir þetta kaupum og sölum sem byggingarlóð. Á þessum tíma efaðist enginn um að þetta væri skynsamleg ráðstöfun og samfélaginu fyrir bestu. Árið 1963 var samþykkt nýtt skipulag fyrir Reykjavík sem áfram hvíldi á þeirri meginforsendu að bæinn skyldi endurbyggja úr steinsteypu en því til viðbótar kom nú sú reginfirra sem sprottin var af rótum módernismans, að sögulegir byggingarstílar væru lítils virði ef ekki beinlínis fyrirlitlegir. Svipaðar hugmyndir voru nánast allsráðandi um Evrópu á þessum tíma. Fljótlega tók almenningur þó að átta sig á því sem var að gerast. Fjöldahreyfingar risu gegn þeirri fyrirætlan skipulagsfræðinga og arkitekta að eyða sögulegum kjörnum borganna til þess að endurbyggja þær eftir mjög einstrengingslegri hugmyndafræði. Þetta gerðist líka hér í Reykjavík. Smám saman opnuðust augu almennings og þar með líka stjórnmálamanna fyrir því að í sögulegri vídd borgarinnar og margbreytileika væru fólgin ómetanleg gildi sem væru sameign samfélagsins. Nú er svo komið að fáir ef einhverjir andmæla því að sögulegir kjarnar miðborga eru mikilvægari en allt annað í borgarumhverfinu. Maðurinn er hugsandi tilfinningavera og einfaldlega þannig gerður að hann laðast að umhverfi sem þrungið er sögulegri merkingu. Skipulagsmál byggðar eru á forræði sveitarstjórna og þeim ber að endurskoða skipulag eftir því sem þörf krefur. Sú kvöð er auðvitað sprottin af þeirri nauðsyn að endurmeta fyrri ákvarðanir með hliðsjón af breytingum á gildismati samfélagsins. Þá er ég kominn að því að orða mistökin - hengja bjölluna á köttinn: Fram til þessa hefur borgarstjórn Reykjavíkur kosið að líta svo á að henni beri að bæta lóðareigendum þann hugsanlega fjárhagslega skaða sem þeir kunna að verða fyrir ef samþykktu skipulagi er breytt á þann veg að minna megi byggja á viðkomandi lóð en áður var heimilað. Þarna liggja mistökin sem ég nefndi í upphafi. Þetta er kjarni málsins. Mistökin eru fólgin í því að borgarstjórn hefur til þessa litið svo á að henni beri að bæta lóðaeigendum að verðmat lóða þeirra lækkar þegar deiliskipulagi er breytt þannig að minna megi byggja á lóðum þeirra en áður. Þetta er í raun og veru fráleitt. Þetta er í raun og veru jafn fráleitt og sú staðreynd sem við höfum orðið vitni að þegar eigendur fyrirtækjar hirða gróða þegar svo ber undir en samfélagið er látið bera tapið þegar illa fer. Aukinn byggingarréttur er í raun og veru aðeins ávísun á aukin verðmæti ef byggingarrétturinn er nýttur. Hann merkir von um ágóða sem rætist ef byggt er stærra hús og það selt. Sá lóðareigandi sem ekki kýs að notfæra sér þennan rétt meðan hann er fyrir hendi verður að sætta sig við að byggingarrétturinn sé skertur ef borgarstjórn telur samfélagslega nauðsyn bera til þess. Þetta er í sjálfu sér auðskilið og fellur vel að almennum hugmyndum um nauðsyn þess að hagur almennings á að ráða mótun samfélags okkar en jafnframt eiga einstaklingar að njóta réttlætis og eignarréttinn ber að virða. Það er mótun hins samfélagslega umhverfis borgarinnar sem hlýtur að vera leiðarljós borgarstjórnar en ekki hagur einstakra lóðareienda. Reglurnar um það hvernig þessu skuli háttað eru auðvitað sniðnar að og af samfélagi okkar. Þær eru mannanna verk. Það er hlutverk löggjafarvaldsins að setja lög og reglur og því starfi lýkur aldrei því stöðugt þarf að bæta, leiðrétta og lagfæra til þess að löggjöfin gegni hlutverki sínu almenningi til heilla. Ef einhver lög verða túlkuð á þá leið að samfélaginu beri skylda til þess að bæta lóðaeigendum skerta hagnaðarvon vegna þess að skipulagi er breytt til þess að tryggja sögulega vídd byggðarinnar þá ber löggjafanum einfaldlega að breyta henni. Höfundur er arkitekt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar