Brostnar gróðavonir Hjörleifur Stefánsson skrifar 8. október 2009 06:00 Ágæta borgarstjórn! Þetta bréf sendi ég ykkur í von um að það opni augu ykkar fyrir mistökum sem hafa átt sér stað í skipulagsmálum gömlu hverfa Reykjavíkur í marga áratugi og mikilvægt er að linni. Í upphafi voru þetta alls engin mistök. Það er auðvitað vel þekkt saga að margt sem byrjar sem hugmynd um framfarir getur smám saman orðið dragbítur. Þannig er það í þessu tilviki sem hér um ræðir og verður það rakið allt til bæjarbrunans mikla árið 1915 þegar mörg hús í miðbænum brunnu. Menn trúðu þá að nauðsynlegt væri að útrýma timburhúsum og byggja bæinn frá grunni úr stórum steinsteypuhúsum. Þessi framtíðarsýn bæjarstjórnar, sem skjalfest var með skipulaginu 1927, varð grundvöllur að verðmati á viðkomandi eign. Lóð með litlu húsi gekk eftir þetta kaupum og sölum sem byggingarlóð. Á þessum tíma efaðist enginn um að þetta væri skynsamleg ráðstöfun og samfélaginu fyrir bestu. Árið 1963 var samþykkt nýtt skipulag fyrir Reykjavík sem áfram hvíldi á þeirri meginforsendu að bæinn skyldi endurbyggja úr steinsteypu en því til viðbótar kom nú sú reginfirra sem sprottin var af rótum módernismans, að sögulegir byggingarstílar væru lítils virði ef ekki beinlínis fyrirlitlegir. Svipaðar hugmyndir voru nánast allsráðandi um Evrópu á þessum tíma. Fljótlega tók almenningur þó að átta sig á því sem var að gerast. Fjöldahreyfingar risu gegn þeirri fyrirætlan skipulagsfræðinga og arkitekta að eyða sögulegum kjörnum borganna til þess að endurbyggja þær eftir mjög einstrengingslegri hugmyndafræði. Þetta gerðist líka hér í Reykjavík. Smám saman opnuðust augu almennings og þar með líka stjórnmálamanna fyrir því að í sögulegri vídd borgarinnar og margbreytileika væru fólgin ómetanleg gildi sem væru sameign samfélagsins. Nú er svo komið að fáir ef einhverjir andmæla því að sögulegir kjarnar miðborga eru mikilvægari en allt annað í borgarumhverfinu. Maðurinn er hugsandi tilfinningavera og einfaldlega þannig gerður að hann laðast að umhverfi sem þrungið er sögulegri merkingu. Skipulagsmál byggðar eru á forræði sveitarstjórna og þeim ber að endurskoða skipulag eftir því sem þörf krefur. Sú kvöð er auðvitað sprottin af þeirri nauðsyn að endurmeta fyrri ákvarðanir með hliðsjón af breytingum á gildismati samfélagsins. Þá er ég kominn að því að orða mistökin - hengja bjölluna á köttinn: Fram til þessa hefur borgarstjórn Reykjavíkur kosið að líta svo á að henni beri að bæta lóðareigendum þann hugsanlega fjárhagslega skaða sem þeir kunna að verða fyrir ef samþykktu skipulagi er breytt á þann veg að minna megi byggja á viðkomandi lóð en áður var heimilað. Þarna liggja mistökin sem ég nefndi í upphafi. Þetta er kjarni málsins. Mistökin eru fólgin í því að borgarstjórn hefur til þessa litið svo á að henni beri að bæta lóðaeigendum að verðmat lóða þeirra lækkar þegar deiliskipulagi er breytt þannig að minna megi byggja á lóðum þeirra en áður. Þetta er í raun og veru fráleitt. Þetta er í raun og veru jafn fráleitt og sú staðreynd sem við höfum orðið vitni að þegar eigendur fyrirtækjar hirða gróða þegar svo ber undir en samfélagið er látið bera tapið þegar illa fer. Aukinn byggingarréttur er í raun og veru aðeins ávísun á aukin verðmæti ef byggingarrétturinn er nýttur. Hann merkir von um ágóða sem rætist ef byggt er stærra hús og það selt. Sá lóðareigandi sem ekki kýs að notfæra sér þennan rétt meðan hann er fyrir hendi verður að sætta sig við að byggingarrétturinn sé skertur ef borgarstjórn telur samfélagslega nauðsyn bera til þess. Þetta er í sjálfu sér auðskilið og fellur vel að almennum hugmyndum um nauðsyn þess að hagur almennings á að ráða mótun samfélags okkar en jafnframt eiga einstaklingar að njóta réttlætis og eignarréttinn ber að virða. Það er mótun hins samfélagslega umhverfis borgarinnar sem hlýtur að vera leiðarljós borgarstjórnar en ekki hagur einstakra lóðareienda. Reglurnar um það hvernig þessu skuli háttað eru auðvitað sniðnar að og af samfélagi okkar. Þær eru mannanna verk. Það er hlutverk löggjafarvaldsins að setja lög og reglur og því starfi lýkur aldrei því stöðugt þarf að bæta, leiðrétta og lagfæra til þess að löggjöfin gegni hlutverki sínu almenningi til heilla. Ef einhver lög verða túlkuð á þá leið að samfélaginu beri skylda til þess að bæta lóðaeigendum skerta hagnaðarvon vegna þess að skipulagi er breytt til þess að tryggja sögulega vídd byggðarinnar þá ber löggjafanum einfaldlega að breyta henni. Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Ágæta borgarstjórn! Þetta bréf sendi ég ykkur í von um að það opni augu ykkar fyrir mistökum sem hafa átt sér stað í skipulagsmálum gömlu hverfa Reykjavíkur í marga áratugi og mikilvægt er að linni. Í upphafi voru þetta alls engin mistök. Það er auðvitað vel þekkt saga að margt sem byrjar sem hugmynd um framfarir getur smám saman orðið dragbítur. Þannig er það í þessu tilviki sem hér um ræðir og verður það rakið allt til bæjarbrunans mikla árið 1915 þegar mörg hús í miðbænum brunnu. Menn trúðu þá að nauðsynlegt væri að útrýma timburhúsum og byggja bæinn frá grunni úr stórum steinsteypuhúsum. Þessi framtíðarsýn bæjarstjórnar, sem skjalfest var með skipulaginu 1927, varð grundvöllur að verðmati á viðkomandi eign. Lóð með litlu húsi gekk eftir þetta kaupum og sölum sem byggingarlóð. Á þessum tíma efaðist enginn um að þetta væri skynsamleg ráðstöfun og samfélaginu fyrir bestu. Árið 1963 var samþykkt nýtt skipulag fyrir Reykjavík sem áfram hvíldi á þeirri meginforsendu að bæinn skyldi endurbyggja úr steinsteypu en því til viðbótar kom nú sú reginfirra sem sprottin var af rótum módernismans, að sögulegir byggingarstílar væru lítils virði ef ekki beinlínis fyrirlitlegir. Svipaðar hugmyndir voru nánast allsráðandi um Evrópu á þessum tíma. Fljótlega tók almenningur þó að átta sig á því sem var að gerast. Fjöldahreyfingar risu gegn þeirri fyrirætlan skipulagsfræðinga og arkitekta að eyða sögulegum kjörnum borganna til þess að endurbyggja þær eftir mjög einstrengingslegri hugmyndafræði. Þetta gerðist líka hér í Reykjavík. Smám saman opnuðust augu almennings og þar með líka stjórnmálamanna fyrir því að í sögulegri vídd borgarinnar og margbreytileika væru fólgin ómetanleg gildi sem væru sameign samfélagsins. Nú er svo komið að fáir ef einhverjir andmæla því að sögulegir kjarnar miðborga eru mikilvægari en allt annað í borgarumhverfinu. Maðurinn er hugsandi tilfinningavera og einfaldlega þannig gerður að hann laðast að umhverfi sem þrungið er sögulegri merkingu. Skipulagsmál byggðar eru á forræði sveitarstjórna og þeim ber að endurskoða skipulag eftir því sem þörf krefur. Sú kvöð er auðvitað sprottin af þeirri nauðsyn að endurmeta fyrri ákvarðanir með hliðsjón af breytingum á gildismati samfélagsins. Þá er ég kominn að því að orða mistökin - hengja bjölluna á köttinn: Fram til þessa hefur borgarstjórn Reykjavíkur kosið að líta svo á að henni beri að bæta lóðareigendum þann hugsanlega fjárhagslega skaða sem þeir kunna að verða fyrir ef samþykktu skipulagi er breytt á þann veg að minna megi byggja á viðkomandi lóð en áður var heimilað. Þarna liggja mistökin sem ég nefndi í upphafi. Þetta er kjarni málsins. Mistökin eru fólgin í því að borgarstjórn hefur til þessa litið svo á að henni beri að bæta lóðaeigendum að verðmat lóða þeirra lækkar þegar deiliskipulagi er breytt þannig að minna megi byggja á lóðum þeirra en áður. Þetta er í raun og veru fráleitt. Þetta er í raun og veru jafn fráleitt og sú staðreynd sem við höfum orðið vitni að þegar eigendur fyrirtækjar hirða gróða þegar svo ber undir en samfélagið er látið bera tapið þegar illa fer. Aukinn byggingarréttur er í raun og veru aðeins ávísun á aukin verðmæti ef byggingarrétturinn er nýttur. Hann merkir von um ágóða sem rætist ef byggt er stærra hús og það selt. Sá lóðareigandi sem ekki kýs að notfæra sér þennan rétt meðan hann er fyrir hendi verður að sætta sig við að byggingarrétturinn sé skertur ef borgarstjórn telur samfélagslega nauðsyn bera til þess. Þetta er í sjálfu sér auðskilið og fellur vel að almennum hugmyndum um nauðsyn þess að hagur almennings á að ráða mótun samfélags okkar en jafnframt eiga einstaklingar að njóta réttlætis og eignarréttinn ber að virða. Það er mótun hins samfélagslega umhverfis borgarinnar sem hlýtur að vera leiðarljós borgarstjórnar en ekki hagur einstakra lóðareienda. Reglurnar um það hvernig þessu skuli háttað eru auðvitað sniðnar að og af samfélagi okkar. Þær eru mannanna verk. Það er hlutverk löggjafarvaldsins að setja lög og reglur og því starfi lýkur aldrei því stöðugt þarf að bæta, leiðrétta og lagfæra til þess að löggjöfin gegni hlutverki sínu almenningi til heilla. Ef einhver lög verða túlkuð á þá leið að samfélaginu beri skylda til þess að bæta lóðaeigendum skerta hagnaðarvon vegna þess að skipulagi er breytt til þess að tryggja sögulega vídd byggðarinnar þá ber löggjafanum einfaldlega að breyta henni. Höfundur er arkitekt.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun