ASÍ telur skattahækkanir vera í takti við stöðugleikasáttmálann Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. nóvember 2009 16:00 Gylfi Arnbjörnsson er formaður Alþýðusambands Íslands. Mynd/ Pjetur. Alþýðusamband Íslands telur að ríkisstjórnin hafi, við útfærslu beinna skattahækkana, staðið við markmið sem sett voru við gerð stöðugleikasáttmálans. Hins vegar hefur ASÍ áhyggjur af umfangi skattahækkananna á næsta ári og líklegum áhrifum á eftirspurn og atvinnustig í landinu. ASÍ fagnar því að dregið hafi verið úr áformuðum skattahækkunum um þriðjung, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. „Við gerð stöðugleikasáttmálans í sumar náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um megináherslur í ríkisfjármálum í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Áhersla var lögð á að verja viðkvæma þætti velferðar- og heilbrigðiskerfisins eins og kostur er, en ná aðhaldi ríkisfjármála á næstu 3-4 árum með blandaðri leið sparnaðar í rekstri og skattahækkunum. Einnig var lögð áhersla á að við útfærslu skattahækkana yrði sanngirni og réttlæti höfð að leiðarljósi, þar sem staðið yrði vörð um lægstu tekjur og lægri meðaltekjur" segir í tilkynningunni.Vilja ganga lengra í tekjutengingu í skattakerfinu Þá segir að ASÍ hafi lengið talað fyrir því að tekið verði upp þrepaskipt skattkerfi með lægri skatthlutföll á lægstu tekjur. Þó Alþýðusambandið hefði viljað ganga lengra í þessa átt sé niðurstaðan í þessari lotu ásættanleg. Mikilvægt sé að staðið verði við samkomulag ASÍ og stjórnvalda frá febrúar 2008 um hækkun persónuafsláttar um kr. 2.000 um næstu áramót. „ ASÍ telur mikilvægt að sest verði að heildarendurskoðun skattkerfisins, m.a. með auknu jafnræði milli ólíkra tekjuforma á borð við atvinnutekjur og fjármagnstekjur. Fyrirhugaðar breytingar ættu að auðvelda slíka aðlögun," segir í tilkynningunni frá ASÍ.Mikilvægt að standa vörð um barnabætur og vaxtabætur Þá segir í tilkynningunni að ASÍ hafi lagt mikla áherslu á að verja bæði barnabætur og vaxtabætur vegna fjárhagserfiðleika heimilanna og fagni því að áform um skerðingar séu dregin til baka. Einnig sé fagnaðarefni að loksins skuli tekið á stöðu stóreignafólks með sérstökum auðlegðarskatti - ASÍ hefði þó gjarnan vilja sjá lægri eignamörk og hærra skatthlutfall. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur að ríkisstjórnin hafi, við útfærslu beinna skattahækkana, staðið við markmið sem sett voru við gerð stöðugleikasáttmálans. Hins vegar hefur ASÍ áhyggjur af umfangi skattahækkananna á næsta ári og líklegum áhrifum á eftirspurn og atvinnustig í landinu. ASÍ fagnar því að dregið hafi verið úr áformuðum skattahækkunum um þriðjung, að því er segir í tilkynningu frá samtökunum. „Við gerð stöðugleikasáttmálans í sumar náðist samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um megináherslur í ríkisfjármálum í ljósi þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Áhersla var lögð á að verja viðkvæma þætti velferðar- og heilbrigðiskerfisins eins og kostur er, en ná aðhaldi ríkisfjármála á næstu 3-4 árum með blandaðri leið sparnaðar í rekstri og skattahækkunum. Einnig var lögð áhersla á að við útfærslu skattahækkana yrði sanngirni og réttlæti höfð að leiðarljósi, þar sem staðið yrði vörð um lægstu tekjur og lægri meðaltekjur" segir í tilkynningunni.Vilja ganga lengra í tekjutengingu í skattakerfinu Þá segir að ASÍ hafi lengið talað fyrir því að tekið verði upp þrepaskipt skattkerfi með lægri skatthlutföll á lægstu tekjur. Þó Alþýðusambandið hefði viljað ganga lengra í þessa átt sé niðurstaðan í þessari lotu ásættanleg. Mikilvægt sé að staðið verði við samkomulag ASÍ og stjórnvalda frá febrúar 2008 um hækkun persónuafsláttar um kr. 2.000 um næstu áramót. „ ASÍ telur mikilvægt að sest verði að heildarendurskoðun skattkerfisins, m.a. með auknu jafnræði milli ólíkra tekjuforma á borð við atvinnutekjur og fjármagnstekjur. Fyrirhugaðar breytingar ættu að auðvelda slíka aðlögun," segir í tilkynningunni frá ASÍ.Mikilvægt að standa vörð um barnabætur og vaxtabætur Þá segir í tilkynningunni að ASÍ hafi lagt mikla áherslu á að verja bæði barnabætur og vaxtabætur vegna fjárhagserfiðleika heimilanna og fagni því að áform um skerðingar séu dregin til baka. Einnig sé fagnaðarefni að loksins skuli tekið á stöðu stóreignafólks með sérstökum auðlegðarskatti - ASÍ hefði þó gjarnan vilja sjá lægri eignamörk og hærra skatthlutfall.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira