Viðskipti innlent

Sama partýið, sama músíkin, nýir plötusnúðar

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Kaupaukakerfi starfsmanna Landsbankans gæti leitt til þess að viðskiptavinum sem þurfa á lánalengingum og afskriftum að halda verði sýnd stífni í samningum segir hagfræðingur. Hann segir sama partýið halda áfram með sömu músíkinni þó komnir séu nýir plötusnúðar.

Starfsmenn Landsbankans gætu fengið kaupauka árið 2013 reynist verðmæti þeirra eigna sem fluttar voru frá gamla bankanum til þess nýja verðmætari en talið er nú.

Þá ráðgerir bankinn að gefa út viðbótarskuldabréf til gamla bankans sem gæti numið 92 milljörðum króna en þess í stað fengi ríkið hlutabréf sem nema 28 milljörðum til baka. Hluti af þessum 28 milljörðum myndu þá renna til allra starfsmanna bankans.

Ólafur Arnarson, hagfræðingur, segir ekkert óeðlilegt að eigendur fyrirtækja reyni að hámarka afraksturinn og þá gjarnan með hvetjandi samkomulagi við starfsmenn. Spurningin sé þó hvernig þetta kaupaukakerfi sé sett upp, hvort þess sé gætt að þar fari saman hagsmunir eigenda, starfsmanna og ekki síst viðskiptavina bankans sem séu í þessu tilfelli líka eigendur hans.

Ólafur telur að það muni stuðla að hámörkun virði eignanna ef bankarnir vinna með viðskiptavinum sínum sem þurfa á afskriftum og lánalengingum að halda. Hann segir að hvatakerfi sem nái til þriggja ára sé einungis skammtímahvatakerfi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×