Kona deyr á hverri mínútu Stefán J. Hafstein skrifar 13. nóvember 2009 06:00 Hverja mínútu deyr kona af barnsförum í heiminum. Langflestar í sunnanverðri Afríku. Hægt væri að koma í veg fyrir að 500.000 konur deyi með þessum hætti árlega með því að þær njóti almennrar grunnþjónustu í heilbrigðiskerfi heimalandsins. Grunnþjónustu eins og til dæmis Íslendingar hafa komið upp í einu fátæku héraði Malaví þar sem rís ný fæðingardeild fyrir þróunarfé. Heilbrigðisráðherrar fjölmargra ríkja komu saman á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Addis Ababa í lok október til að ræða brýnasta heilbrigðisvandamál heimsins: Dauða kvenna af barnsförum. Fyrir utan þær sem deyja búa margar konur við örkuml eftir að hafa alið barn vegna þess að þær hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum með menntuðu starfsliði til að fá nauðsynlegar aðgerðir. Hvað veldur því að konur deyja miklu frekar af barnsförum í þróunarlöndum en í ríku löndunum? Fyrst og fremst skortur á grunnþjónustu. Vanfærar konur fá ekki greiningu á vanda sem kann að skapast á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu er oft óravegur á næsta sjúkrahús eða heilsugæslu þar sem þjálfað starfsfólk getur aðstoðað við erfiða fæðingu. Afleiðingin er að konur í Malaví og öðrum þróunarlöndum láta lífið miklu oftar en þar sem heilsugæsla er góð. Í Malaví er mæðradauði tíðari en í nokkru öðru landi - að þeim löndum slepptum þar sem ríkir stríðsástand. Í landinu deyja 16 konur daglega af barnsförum. Talið er að fjórtánda hver fæðing endi með dauða móður í Malaví. Þegar haft er í huga að hver kona í landinu fæðir að meðaltali sex börn sést hve ógnin er skelfileg. Hægt er að koma í veg fyrir langflest þessara dauðsfalla með aðferðum sem eru vel þekktar. Samt deyr hálf milljón kvenna árlega. Eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ er að minnka þessa dánartíðni um ¾ fyrir árið 2015. Satt að segja virðist ekki miða hratt í þessa átt. Heilsugæsluverkefni íslensku Þróunarsamvinnustofnunarinnar í Mangochi ræðst beint að þessum vanda. Sjúkrahúsið við Apaflóa hefur verið byggt upp til að efla grunnþjónustu. Nú rís á spítalalóðinni glæný fæðingardeild sem mun bæta þjónustuna með byltingarkenndum hætti. Í fyrra var tekin í notkun skurðstofa þar sem keisaraskurðir og aðgerðir á konum eru meginþáttur starfsemi. Enginn vafi er á að þessi þjónusta hefur bjargað mannslífum, og gerir áfram, í hverjum mánuði. Núverandi aðstaða þótti góð þegar spítalinn reis fyrir tilstuðlan Íslendinga. Þar er fæðingardeild með tveimur rúmum löngu sprungin, oft kemur fyrir að þrjár eða fjórar konur fæði samtímis, tvær á gólfinu ef ekki vill betur til. Litla legudeildin er alltaf útúrfull. Ný fæðingardeild mun bæta stórlega úr. Þróunarsamvinnustofnun reisti einnig heilsugæslustöð í Nankumba, sem er jaðarbyggð í héraðinu, þar sem fæðingardeildin er stöðugt í notkun. Í nærliggjandi byggð, enn lengra frá alfaraleið, er ætlunin að byggja upp litla fæðingardeild fyrir þá sveit, enda eiga konur langan veg að sækja þegar kemur að fæðingu. Sjúkrabílarnir sem ÞSSÍ gaf og rekur komast ekki um héraðið yfir regntímann og oft hamla vegleysur því að hægt sé að sækja konur í barnsnauð. Svonefndar „yfirsetukonur" (Traditional birth attendants) eru í hverju þorpi. Þótt ÞSSÍ hafi staðið fyrir námskeiðum fyrir þær dugar það skammt. Þetta eru oftast konur sem læra af sér eldri hvernig á að bera sig að, skilja á milli og svo framvegis, en þær geta ekki greint aðsteðjandi vanda eða veitt hjálp eins og fagfólk. Því hafa stjórnvöld nýlega bannað þeim að taka á móti börnum á hefðbundnum bastmottum í leirkofa í heimaþorpi, og krafist að þær vísi konum til heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Vandinn við þá ráðstöfun er ljós: Ekki er til nægt starfsfólk né aðstaða til að allar konur í Malaví geti fætt undir eftirliti. Helmingur kvenna í landinu fæðir börn utan heilbrigðiskerfisins. Jafn æskilegt og það er að konur fæði við kjöraðstæður með aðstoð fagfólks er það óraunhæft á næstu árum. Þess vegna beinist verkefni Þróunarsamvinnustofnunar að þessu stóra vandamáli með beinskeyttum hætti. Í byrjun næsta árs verður opnuð stór og rúmgóð fæðingardeild, og dugi framlög næstu tvö ár er ætlunin að styðja litla heilsugæslustöð í fjarlægri sveit til að koma upp fæðingarrúmum. ÞSSÍ útvegaði vatnsból við þessa stöð í síðasta mánuði og þjálfað starfsfólk er þegar til reiðu. Trúlegt er að konum í Mangochi finnist þessu fé vel varið. Því hver mínúta telur. Höfundur er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hverja mínútu deyr kona af barnsförum í heiminum. Langflestar í sunnanverðri Afríku. Hægt væri að koma í veg fyrir að 500.000 konur deyi með þessum hætti árlega með því að þær njóti almennrar grunnþjónustu í heilbrigðiskerfi heimalandsins. Grunnþjónustu eins og til dæmis Íslendingar hafa komið upp í einu fátæku héraði Malaví þar sem rís ný fæðingardeild fyrir þróunarfé. Heilbrigðisráðherrar fjölmargra ríkja komu saman á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Addis Ababa í lok október til að ræða brýnasta heilbrigðisvandamál heimsins: Dauða kvenna af barnsförum. Fyrir utan þær sem deyja búa margar konur við örkuml eftir að hafa alið barn vegna þess að þær hafa ekki aðgang að sjúkrahúsum með menntuðu starfsliði til að fá nauðsynlegar aðgerðir. Hvað veldur því að konur deyja miklu frekar af barnsförum í þróunarlöndum en í ríku löndunum? Fyrst og fremst skortur á grunnþjónustu. Vanfærar konur fá ekki greiningu á vanda sem kann að skapast á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu er oft óravegur á næsta sjúkrahús eða heilsugæslu þar sem þjálfað starfsfólk getur aðstoðað við erfiða fæðingu. Afleiðingin er að konur í Malaví og öðrum þróunarlöndum láta lífið miklu oftar en þar sem heilsugæsla er góð. Í Malaví er mæðradauði tíðari en í nokkru öðru landi - að þeim löndum slepptum þar sem ríkir stríðsástand. Í landinu deyja 16 konur daglega af barnsförum. Talið er að fjórtánda hver fæðing endi með dauða móður í Malaví. Þegar haft er í huga að hver kona í landinu fæðir að meðaltali sex börn sést hve ógnin er skelfileg. Hægt er að koma í veg fyrir langflest þessara dauðsfalla með aðferðum sem eru vel þekktar. Samt deyr hálf milljón kvenna árlega. Eitt af þúsaldarmarkmiðum SÞ er að minnka þessa dánartíðni um ¾ fyrir árið 2015. Satt að segja virðist ekki miða hratt í þessa átt. Heilsugæsluverkefni íslensku Þróunarsamvinnustofnunarinnar í Mangochi ræðst beint að þessum vanda. Sjúkrahúsið við Apaflóa hefur verið byggt upp til að efla grunnþjónustu. Nú rís á spítalalóðinni glæný fæðingardeild sem mun bæta þjónustuna með byltingarkenndum hætti. Í fyrra var tekin í notkun skurðstofa þar sem keisaraskurðir og aðgerðir á konum eru meginþáttur starfsemi. Enginn vafi er á að þessi þjónusta hefur bjargað mannslífum, og gerir áfram, í hverjum mánuði. Núverandi aðstaða þótti góð þegar spítalinn reis fyrir tilstuðlan Íslendinga. Þar er fæðingardeild með tveimur rúmum löngu sprungin, oft kemur fyrir að þrjár eða fjórar konur fæði samtímis, tvær á gólfinu ef ekki vill betur til. Litla legudeildin er alltaf útúrfull. Ný fæðingardeild mun bæta stórlega úr. Þróunarsamvinnustofnun reisti einnig heilsugæslustöð í Nankumba, sem er jaðarbyggð í héraðinu, þar sem fæðingardeildin er stöðugt í notkun. Í nærliggjandi byggð, enn lengra frá alfaraleið, er ætlunin að byggja upp litla fæðingardeild fyrir þá sveit, enda eiga konur langan veg að sækja þegar kemur að fæðingu. Sjúkrabílarnir sem ÞSSÍ gaf og rekur komast ekki um héraðið yfir regntímann og oft hamla vegleysur því að hægt sé að sækja konur í barnsnauð. Svonefndar „yfirsetukonur" (Traditional birth attendants) eru í hverju þorpi. Þótt ÞSSÍ hafi staðið fyrir námskeiðum fyrir þær dugar það skammt. Þetta eru oftast konur sem læra af sér eldri hvernig á að bera sig að, skilja á milli og svo framvegis, en þær geta ekki greint aðsteðjandi vanda eða veitt hjálp eins og fagfólk. Því hafa stjórnvöld nýlega bannað þeim að taka á móti börnum á hefðbundnum bastmottum í leirkofa í heimaþorpi, og krafist að þær vísi konum til heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. Vandinn við þá ráðstöfun er ljós: Ekki er til nægt starfsfólk né aðstaða til að allar konur í Malaví geti fætt undir eftirliti. Helmingur kvenna í landinu fæðir börn utan heilbrigðiskerfisins. Jafn æskilegt og það er að konur fæði við kjöraðstæður með aðstoð fagfólks er það óraunhæft á næstu árum. Þess vegna beinist verkefni Þróunarsamvinnustofnunar að þessu stóra vandamáli með beinskeyttum hætti. Í byrjun næsta árs verður opnuð stór og rúmgóð fæðingardeild, og dugi framlög næstu tvö ár er ætlunin að styðja litla heilsugæslustöð í fjarlægri sveit til að koma upp fæðingarrúmum. ÞSSÍ útvegaði vatnsból við þessa stöð í síðasta mánuði og þjálfað starfsfólk er þegar til reiðu. Trúlegt er að konum í Mangochi finnist þessu fé vel varið. Því hver mínúta telur. Höfundur er umdæmisstjóri ÞSSÍ í Malaví.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar