Enski boltinn

Ferguson segist þurfa á öllum sínum leikmönnum að halda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nordic Photos/Getty Images

Sir Alex Ferguson mun halda áfram að beita skiptikerfi sínu grimmt til loka tímabilsins og nýta alla sína leikmenn í eltingarleiknum við bikarana tvo sem Man. Utd á enn möguleika á að ná.

Unga liðið sem Ferguson tefldi fram gegn Everton í undanúrslitum bikarsins vakti misjöfn viðbrögð stuðningsmanna United sem margir hverjir voru ósáttir við hversu mikla áhættu stjórinn tók.

United gæti aftur á móti átt leik nánast á þriggja daga fresti það sem eftir lifir tímabilsins og stjórinn segir nauðsynlegt að nýta menn með frískar lappir.

„Við verðum að vera tilbúnir í hvern leik, annars er okkur refsað þannig að ég mun halda áfram að hrista upp í liðinu í þeirri von að við höldum okkar striki á báðum vígstöðvum," sagði Ferguson.

„Það eru mikil gæði í leikmannahópnum okkar sem er þess utan breiður. Ég hef fullan hug á að nýta allan þennan hóp eins vel og ég get.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×