Viðskipti innlent

Rafholt þjónustuaðili á Reykjanesi

Mynd: Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu og Helgi Rafnsson, framkvæmdastjóri Rafholts ehf., undirrita samstarfið.  Ljósmyndari Guðjón Sigurðsson.
Mynd: Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu og Helgi Rafnsson, framkvæmdastjóri Rafholts ehf., undirrita samstarfið. Ljósmyndari Guðjón Sigurðsson.

Fyrirtækið Míla ehf., sem rekur fjarskiptanet allra landsmanna, hefur ákveðið að gera breytingar á starfsemi fyrirtækisins á Reykjanesi. Breytingarnar felast í því að samið hefur verið Rafholt ehf. um að vera þjónustuaðili á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Frá og með næstu mánaðamótum mun Rafholt taka yfir þjónustu við viðskiptavini á viðkomandi svæði. Breytingin felur einnig í sér að starfsmenn Mílu, þrír talsins, færast til Rafholts. Þeir hafa margra ára reynslu af viðhaldi á fjarskiptakerfi Mílu á svæðinu og búa yfir mikilvægri þekkingu og reynslu á sviði fjarskipta.

Rafholt ehf. var stofnað árið 2002 og er fyrirtækið með tvær starfsstöðvar, aðra á Smiðjuvegi í Kópavogi og hina á Njarðarbraut í Reykjanesbæ. Starfsmenn Rafholts eru 40 talsins og þar af eru 12 búsettir á Suðurnesjum. Hjá Rafholti starfa rafvirkjar og tæknimenn sem hafa reynslu og þekkingu þegar kemur að uppsetningu ýmissa kerfa, s.s. tölvukerfa, innbrots- og brunaviðvörunarkerfa, loftræstikerfa og fleiri, auk þess að hafa þekkinu á sviði ljósleiðaratenginga og almennra raflagna.

Stefnt er að því að samstarf fyrirtækjanna verði til hagsbóta fyrir atvinnu á Suðurnesjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×