Viðskipti innlent

Skuldir sjávarútvegsins hafa tólffaldast á 10 árum

Skuldir sjávarútvegsfyrirtækja voru 42 milljarðar króna árið 1998 en 500 milljarðar tíu árum seinna. Á þessum tíma hafa meðaltalsskuldir hvers fyrirtækis því margfaldast.

Gengisþróun íslensku krónunnar hefur sveiflað skuldum sjávarútvegsins til á milli ára svo skiptir tugum milljarða. Eftir hrunið var sveiflan talin í vikum og mest var hún strax eftir hrun. Á þessu ári fóru skuldirnar úr 550 milljörðum í janúar í 470 milljarða í mars og svo til baka aftur yfir 500 milljarða á nokkrum vikum.

Útflutningsverðmæti íslensks sjávarútvegs stefnir í að verða 200 milljarðar í fyrsta skipti. Verðmætin voru meiri í lok júlí en þau voru allt árið 2005.

Nánar er fjallað um málið í Fréttablaðinu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×