Er afneitunin á enda? 26. ágúst 2009 06:00 Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur talað hvað mest gegn leiðréttingu skulda heimilanna og hugmyndum framsóknarmanna þess efnis. Það er þó alltaf ánægjulegt þegar menn snúa af villu síns vegar líkt og ráðherrann gerði í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Þar sagði hann m.a.: „Það er að sjálfsögðu rétt að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Það varð mikið hrun á eignavirði og veruleg hækkun skulda á sama tíma. Skuldir í samfélaginu eru langt umfram eignir og það er engum til góðs að viðhalda þeirri stöðu. Það dregur úr getu efnahagslífsins til að skapa verðmæti á ný." Strax í febrúar lögðu Framsóknarmenn fram hugmyndir sínar um efnahagslegar aðgerðir til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum. Var það trú okkar og von að vel yrði tekið í hugmyndirnar og þær yrðu okkar framlag í þá vinnu sem fram undan væri við að leysa þann efnahagsvanda sem íslenska þjóðarbúið tekst á við. Því miður varð það ekki reyndin og kom okkur í raun á óvart hversu hart stjórnarflokkarnir og sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar brugðust við þessum hugmyndum. Þar fór núverandi félagsmálaráðherra fremstur í flokki. Tillögurnar voru of kostnaðarsamar, að mati Samfylkingarinnar, þótt stórfelld afföll af innheimtu væru fyrirséð og í kjölfarið gjaldþrot tugþúsunda ef ekki væri gripið inn í. Í staðinni veifuðu menn óskýrum hugtökum líkt og greiðsluaðlögun, tilsjónarmanni, velferðarbrú og skjaldborg um heimilin sem enginn skildi fyllilega. Því átti reyndar að redda með sérstöku kynningarátaki ríkisstjórnarinnar ef marka má stjórnarsáttmálann. Þá mátti ekki hreyfa við verðtryggingunni, enda andstætt vilja eins helsta bakhjarls Samfylkingarinnar, ASÍ, sem vildi verja sitt helsta valdatæki, lífeyrissjóðina. Seðlabankinn þjónaði húsbændum sínum og birti skýrslur um að greiðslubyrði langflestra væri viðráðanleg, en gleymdi að taka tillit til frystingar lána. Þá var starfshópur skipaður til að fylgjast með og meta stöðuna. Á meðan jukust vanskil hratt og íslensk heimili settu nánast heimsmet í skuldasöfnun. Creditinfo birti nýlega upplýsingar um að ef fram heldur sem horfir verði um 30 þúsund einstaklingar, 10% þjóðarinnar, á vanskilaskrá innan árs og 5.000 einstaklingar eru þegar komnir í greiðsluþrot það sem af er árinu. Félagsmálayfirvöld tilkynna um aukið álag og fleiri barnaverndarmál og innanbúðarmenn í bankakerfinu verða vitni að sífellt minni greiðsluvilja hjá viðskiptavinum, jafnvel þeim sem þó geta borgað. Og ríkisstjórnin fylgist með og metur stöðuna. Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa staðfastlega neitað að ræða afskriftir skulda eða leiðréttingu af neinu tagi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar, sagði fyrir nokkrum dögum að afskriftir lána væru einfaldlega ekki á dagskrá. „Það eru engir fjármunir til í þetta og ég sé ekki hvaðan þeir ættu að koma." En hvað veldur þessum skyndilega viðsnúningi ráðherrans? Er AGS búinn að skipta um skoðun og leyfa ríkisstjórninni að leiðrétta skuldir almennings? Eða er einfaldlega að koma í ljós að framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér fyrir 6 mánuðum síðan? Er svigrúm að myndast til að leiðrétta skuldir við millifærslu lánasafna milli nýju og gömlu bankanna? Grunnforsendan fyrir því að hægt væri að framkvæma hugmynd Framsóknar um leiðréttingu skulda var einmitt þetta uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna. Í uppgjörinu væri tekið tillit til gæða lánasafnanna og væntanlegra afskrifta. Við það væri hægt að færa niður hluta af höfuðstól lánanna og auka líkur á að lántakendur geti almennt staðið í skilum. Bankarnir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að þetta eru tapaðar kröfur og mikilvægt er að sem flestir geti og vilji halda áfram að borga. Hálft ár er liðið síðan framsóknarmenn lögðu fram tillögur um hvernig bregðast ætti við. Félagsmálaráðherra virðist vera að ná þessu, því þegar hann var spurður hver borgi fyrir þessa leiðréttingu sagði Árni: „Við verðum að horfast í augu við það að þetta eru að miklu leyti tapaðar kröfur. Það á að vera svigrúm í bankakerfinu til að takast á við tapið. Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankanna var gert ráð fyrir afskriftum." Við skulum bara vona að 20% dugi enn til og að rúmur umhugsunartími ráðherrans og samverkamanna hafi ekki valdið íslenskum heimilum óbætanlegum skaða. Höfundur er þingmaður og ritari Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra hefur talað hvað mest gegn leiðréttingu skulda heimilanna og hugmyndum framsóknarmanna þess efnis. Það er þó alltaf ánægjulegt þegar menn snúa af villu síns vegar líkt og ráðherrann gerði í viðtali við Fréttablaðið um helgina. Þar sagði hann m.a.: „Það er að sjálfsögðu rétt að afskrifa skuldir sem eru umfram greiðslugetu og veðrými eigna. Það varð mikið hrun á eignavirði og veruleg hækkun skulda á sama tíma. Skuldir í samfélaginu eru langt umfram eignir og það er engum til góðs að viðhalda þeirri stöðu. Það dregur úr getu efnahagslífsins til að skapa verðmæti á ný." Strax í febrúar lögðu Framsóknarmenn fram hugmyndir sínar um efnahagslegar aðgerðir til aðstoðar heimilum og fyrirtækjum. Var það trú okkar og von að vel yrði tekið í hugmyndirnar og þær yrðu okkar framlag í þá vinnu sem fram undan væri við að leysa þann efnahagsvanda sem íslenska þjóðarbúið tekst á við. Því miður varð það ekki reyndin og kom okkur í raun á óvart hversu hart stjórnarflokkarnir og sérstaklega þingmenn Samfylkingarinnar brugðust við þessum hugmyndum. Þar fór núverandi félagsmálaráðherra fremstur í flokki. Tillögurnar voru of kostnaðarsamar, að mati Samfylkingarinnar, þótt stórfelld afföll af innheimtu væru fyrirséð og í kjölfarið gjaldþrot tugþúsunda ef ekki væri gripið inn í. Í staðinni veifuðu menn óskýrum hugtökum líkt og greiðsluaðlögun, tilsjónarmanni, velferðarbrú og skjaldborg um heimilin sem enginn skildi fyllilega. Því átti reyndar að redda með sérstöku kynningarátaki ríkisstjórnarinnar ef marka má stjórnarsáttmálann. Þá mátti ekki hreyfa við verðtryggingunni, enda andstætt vilja eins helsta bakhjarls Samfylkingarinnar, ASÍ, sem vildi verja sitt helsta valdatæki, lífeyrissjóðina. Seðlabankinn þjónaði húsbændum sínum og birti skýrslur um að greiðslubyrði langflestra væri viðráðanleg, en gleymdi að taka tillit til frystingar lána. Þá var starfshópur skipaður til að fylgjast með og meta stöðuna. Á meðan jukust vanskil hratt og íslensk heimili settu nánast heimsmet í skuldasöfnun. Creditinfo birti nýlega upplýsingar um að ef fram heldur sem horfir verði um 30 þúsund einstaklingar, 10% þjóðarinnar, á vanskilaskrá innan árs og 5.000 einstaklingar eru þegar komnir í greiðsluþrot það sem af er árinu. Félagsmálayfirvöld tilkynna um aukið álag og fleiri barnaverndarmál og innanbúðarmenn í bankakerfinu verða vitni að sífellt minni greiðsluvilja hjá viðskiptavinum, jafnvel þeim sem þó geta borgað. Og ríkisstjórnin fylgist með og metur stöðuna. Þingmenn og ráðherrar Samfylkingarinnar hafa staðfastlega neitað að ræða afskriftir skulda eða leiðréttingu af neinu tagi. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar, sagði fyrir nokkrum dögum að afskriftir lána væru einfaldlega ekki á dagskrá. „Það eru engir fjármunir til í þetta og ég sé ekki hvaðan þeir ættu að koma." En hvað veldur þessum skyndilega viðsnúningi ráðherrans? Er AGS búinn að skipta um skoðun og leyfa ríkisstjórninni að leiðrétta skuldir almennings? Eða er einfaldlega að koma í ljós að framsóknarmenn höfðu rétt fyrir sér fyrir 6 mánuðum síðan? Er svigrúm að myndast til að leiðrétta skuldir við millifærslu lánasafna milli nýju og gömlu bankanna? Grunnforsendan fyrir því að hægt væri að framkvæma hugmynd Framsóknar um leiðréttingu skulda var einmitt þetta uppgjör á milli nýju og gömlu bankanna. Í uppgjörinu væri tekið tillit til gæða lánasafnanna og væntanlegra afskrifta. Við það væri hægt að færa niður hluta af höfuðstól lánanna og auka líkur á að lántakendur geti almennt staðið í skilum. Bankarnir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir að þetta eru tapaðar kröfur og mikilvægt er að sem flestir geti og vilji halda áfram að borga. Hálft ár er liðið síðan framsóknarmenn lögðu fram tillögur um hvernig bregðast ætti við. Félagsmálaráðherra virðist vera að ná þessu, því þegar hann var spurður hver borgi fyrir þessa leiðréttingu sagði Árni: „Við verðum að horfast í augu við það að þetta eru að miklu leyti tapaðar kröfur. Það á að vera svigrúm í bankakerfinu til að takast á við tapið. Þegar lánin voru færð milli gömlu og nýju bankanna var gert ráð fyrir afskriftum." Við skulum bara vona að 20% dugi enn til og að rúmur umhugsunartími ráðherrans og samverkamanna hafi ekki valdið íslenskum heimilum óbætanlegum skaða. Höfundur er þingmaður og ritari Framsóknarflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun