Umfjöllun: KR-grýla Grindvíkinga lifir enn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. október 2009 21:45 Þorleifur Ólafsson og félagar fóru tómhentir úr Vesturbænum líkt og oft áður. Mynd/Daníel Enginn Jón Arnór Stefánsson, enginn Jakob Örn Sigurðarson, enginn Helgi Már Magnússon en niðurstaðan sú sama. KR vann Grindavík, 84-82, í Vesturbænum í kvöld. KR því búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Grindavík búið að tapa tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Ekki beint sú byrjun sem var vænst af Grindavík en menn þar á bæ þurfa að girða sig í brók. KR var sterkara liðið allan tímann í kvöld. Þeir mættu mikið grimmari til leiks, spiluðu flottan sóknarbolta og voru mikið duglegri að hirða til sín fráköst. Þeir voru alltaf skrefi á undan en Grindavík var heillum horfið nánast allan leikinn. KR-liðið gaf allt of mikið eftir í síðari hálfleik en sem betur fer fyrir þá var hittni Grindvíkinga slök. Þeir nýttu ekki tækifærin sem þeir fengu til að fá eitthvað út úr leiknum. Grindavík andaði aðeins ofan í hálsmálið hjá KR undir lokin en náði aldrei að jafna. Þegar á reyndi voru taugar KR-inga sterkari og þeir unnu sanngjarnan sigur. Semaj Inge átti magnaða spretti og tróð tvisvar með lygilegum tilþrifum. Fannar var prímusmótorinn lengi vel, skoraði flott stig, reif niður fráköst og dreif sitt lið áfram. Finnur Atli og Jón Orri áttu einnig flottar innkomur. Brenton og Þorleifur voru nánast einu mennirnir í liði Grindavíkur sem voru með einhverri meðvitund í leiknum. Ómar átti spretti en mikið munaði um að Páll Axel olli enn eina ferðina gríðarlegum vonbrigðum í DHL-höllinni þar sem hann virðist varla getað spilað góðan leik. KR-Grindavík 84-82 Stig KR: Semaj Inge 21, Fannar Ólafsson 17, Tommy Johnson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Finnur Atli Magnússon 10, Jón Orri Kristjánsson 5, Ólafur Már Ægisson 5, Skarphéðinn Ingason 2.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 21, Þorleifur Ólafsson 20, Páll Axel Vilbergsson 15, Ómar Sævarsson 12, Arnar Freyr Jónsson 7, Ármann Vilbergsson 3, Ólafur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Enginn Jón Arnór Stefánsson, enginn Jakob Örn Sigurðarson, enginn Helgi Már Magnússon en niðurstaðan sú sama. KR vann Grindavík, 84-82, í Vesturbænum í kvöld. KR því búið að vinna alla leiki sína í deildinni en Grindavík búið að tapa tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Ekki beint sú byrjun sem var vænst af Grindavík en menn þar á bæ þurfa að girða sig í brók. KR var sterkara liðið allan tímann í kvöld. Þeir mættu mikið grimmari til leiks, spiluðu flottan sóknarbolta og voru mikið duglegri að hirða til sín fráköst. Þeir voru alltaf skrefi á undan en Grindavík var heillum horfið nánast allan leikinn. KR-liðið gaf allt of mikið eftir í síðari hálfleik en sem betur fer fyrir þá var hittni Grindvíkinga slök. Þeir nýttu ekki tækifærin sem þeir fengu til að fá eitthvað út úr leiknum. Grindavík andaði aðeins ofan í hálsmálið hjá KR undir lokin en náði aldrei að jafna. Þegar á reyndi voru taugar KR-inga sterkari og þeir unnu sanngjarnan sigur. Semaj Inge átti magnaða spretti og tróð tvisvar með lygilegum tilþrifum. Fannar var prímusmótorinn lengi vel, skoraði flott stig, reif niður fráköst og dreif sitt lið áfram. Finnur Atli og Jón Orri áttu einnig flottar innkomur. Brenton og Þorleifur voru nánast einu mennirnir í liði Grindavíkur sem voru með einhverri meðvitund í leiknum. Ómar átti spretti en mikið munaði um að Páll Axel olli enn eina ferðina gríðarlegum vonbrigðum í DHL-höllinni þar sem hann virðist varla getað spilað góðan leik. KR-Grindavík 84-82 Stig KR: Semaj Inge 21, Fannar Ólafsson 17, Tommy Johnson 13, Brynjar Þór Björnsson 11, Finnur Atli Magnússon 10, Jón Orri Kristjánsson 5, Ólafur Már Ægisson 5, Skarphéðinn Ingason 2.Stig Grindavíkur: Brenton Birmingham 21, Þorleifur Ólafsson 20, Páll Axel Vilbergsson 15, Ómar Sævarsson 12, Arnar Freyr Jónsson 7, Ármann Vilbergsson 3, Ólafur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira