Wade með enn einn stórleikinn og sigurkörfuna - Lakers tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2009 08:47 Dwyane Wade átti enn einn stórleikinn í nótt. Mynd/GettyImages Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn. NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Dwyane Wade tryggði Miami 130-127 sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni í nótt þegar hann kórónaði enn einn stórleik sinn með þriggja stiga sigurkörfu um leið og leiktíminn rann út. Dwyane Wade skoraði 48 stig og gaf 12 stoðsendingar í leiknum en hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu. Í lokin stal hann boltanum af John Salmons þegar þrjár sekúndur voru eftir, þaut upp völlinn og setti niður þriggja stiga skot á mikilli ferð rétt áður en leiktíminn rann út. "Hr. Dwyane Tyrone Wade yngri, ef hann er ekki orðinn kandídat fyrir að vera kosinn besti leikmaður deildarinnar, þá veit ég ekki hvað hann þarf að gera," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami eftir leikinn. Wade hafði einnig endað fyrri hálfleikinn á þriggja stiga körfu nálægt miðlínunni og að auki tryggt Miami framlengingu þegar aðeins 11,5 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma. Sigur Miami þýðir að liðið er einum og hálfum leik á eftir Atlanta í baráttunni um 4. sætið inn í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Næstir á eftir Wade í stigaskorun voru Michael Beasley með 18 stig og Mario Chalmers með 17 stig. Ben Gordon skoraði 43 stig fyrir Chicago, John Salmons var með 29 stig og Derrick Rose skoraði 23 stig. Portland vann tólfta heimasigurinn í röð þegar liðið lagði Los Angeles Lakers 111-94. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland sem varð fyrir áfalli þegar Rudy Fernandez lenti illa eftir harkalegt brot. Fernandez var borinn útaf á sjúkrabörum og með hálskraga. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 26 stig. Sjö leikja sigurganga New Orleans endaði í Atlanta en heimamenn í Hawks unnu 89-79 í leik liðanna í nótt. Joe Johnson var með 30 stig fyrir Atlanta og það dugði ekki Hornets að Chris Paul var með 24 stig og 10 stoðsendingar eða að David West bætti við 16 stigum og 20 fráköstum. Richard Hamilton var frábær í 98-94 sigri Detroit Pistons á Orlando Magic en hann var með 29 stig og 14 stoðsendingar í leiknum. Detoit lék án Allen Iverson sjötta leikinn í röð en liðið hefur unnið fimm af þessum sex leikjum. Antonio McDyess var með 13 stig og 18 fráköst en Detroit hefur tak á Orlando því þetta var þriðji sigur liðsins í þremur leikjum á móti Magic í vetur. Houston vann 97-95 útisigur á Denver þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Houston. Það hefur lítið gengið hjá Houston eftir Stjörnuleikshelgina en liðið hafði tapað 8 af síðustu 11 leikjum fyrir þennan leik. Caron Butler átti flottan leik þegar Washington vann 110-99 útisigur á Minnesota Timberwolves. Butler var með 27 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Bæði liðin höfðu tapað samanlagt 14 leikjum í röð fyrir leikinn.
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum