Viðskipti innlent

Landsframleiðsla dróst saman um 5,7% á þriðja ársfjórðungi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsframleiðslan á þriðja ársfjórðungi þessa árs er talin hafa dregist saman um 5,7% að raungildi miðað við annan fjórðung, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 2,1%. Samneysla minnkaði um 4,5% og fjárfesting um 7,3% en einkaneysla jókst um 2,8% milli fjórðunga. Þá er talið að útflutningur hafi aukist um 1,3% sem og innflutningur um 12,9%. Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxtinn milli ársfjórðunga, ekki ára.

Landsframleiðslan fyrstu níu mánuði ársins 2009 er talin hafa dregist saman um 6,0% að raungildi samanborið við fyrstu níu mánuði ársins 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×