Íslandsbanki birtir uppgjör fyrstu mánaða eftir hrun 7. desember 2009 17:51 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. Íslandsbanki birti í dag uppgjör tímabilsins 15. október 2008 til 31. desember 2008, þegar bankinn hét raunar enn Glitnir. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður eftir skatta nam 2,356 milljörðum á tímabilinu og tekjuskattur er áætlaður 364 milljónir. Hreinar vaxtatekjur námu 13,8 milljörðum og hreinar þóknanatekjur 1,6 milljörðum. Stór hluti vaxtatekna á tímabilinu er tilkominn vegna verðtryggðra eigna umfram verðtryggðar skuldir en verðbólga á tímabilinu var 4,83%. „Hreinar rekstrartekjur námu alls 37,6 ma. kr. Þær eru að stærstum hluta tilkomnar vegna gengishagnaðar sem síðan er að mestu leyti gjaldfærður sem virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum myntum," segir í tilkynningu frá bankanum. „Virðisrýrnun útlána og krafna nam 47 ma. kr. Stærsti hluti hennar er tilkominn vegna ofangreindrar virðisrýrnunar gengistryggðra útlána en veiking krónunnar á tímabilinu hafði afar neikvæð áhrif á greiðslugetu margra lántakenda." Heildarstærð efnahagsreiknings bankans við síðustu áramót nam 658 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár, fyrir tímabilið, var 17,2% á ársgrundvelli og eiginfjárhlutfall var 10,36% við lok tímabilsins. Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 513 milljörðum og innlán námu um 493 milljörðum. Hlutfall heildarinnlána af heildarútlánum var 96% við lok tímabilsins. Eigið fé í árslok nam 68 milljörðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að rekstarniðurstaða bankans endurspegli það ójafnvægi í efnahagsumhverfi hans sem einkenndi tímabilið sem uppgjörið tekur til. „Má þar nefna háa verðbólgu og mikla veikingu krónunnar. Þessir þættir voru mjög afgerandi í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á þessum tíma og áhrifa þeirra gætir töluvert enn. Þessir þættir hafa einnig haft neikvæð áhrif á greiðslugetu einstaklinga og heimila. Ég tel þó jákvætt að staða fjölmargra fyrirtækja í dag er betri en við gerðum ráð fyrir þegar nýi bankinn hóf starfsemi sína fyrir rúmu ári síðan." Á ársafmæli bankans, þann 15. október s.l., urðu ákveðin straumhvörf í rekstri hans, þegar Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, tók ákvörðun um að eignast 95% hlut í Íslandsbanka. Lausafjár- og eiginfjárstaða Íslandsbanka er traust og rekstrarhorfur góðar þó svo að ennþá sé töluverð óvissa í efnahagsumhverfinu." Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Íslandsbanki birti í dag uppgjör tímabilsins 15. október 2008 til 31. desember 2008, þegar bankinn hét raunar enn Glitnir. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður eftir skatta nam 2,356 milljörðum á tímabilinu og tekjuskattur er áætlaður 364 milljónir. Hreinar vaxtatekjur námu 13,8 milljörðum og hreinar þóknanatekjur 1,6 milljörðum. Stór hluti vaxtatekna á tímabilinu er tilkominn vegna verðtryggðra eigna umfram verðtryggðar skuldir en verðbólga á tímabilinu var 4,83%. „Hreinar rekstrartekjur námu alls 37,6 ma. kr. Þær eru að stærstum hluta tilkomnar vegna gengishagnaðar sem síðan er að mestu leyti gjaldfærður sem virðisrýrnun vegna skertrar greiðslugetu lántaka með tekjur í íslenskum krónum en lán í erlendum myntum," segir í tilkynningu frá bankanum. „Virðisrýrnun útlána og krafna nam 47 ma. kr. Stærsti hluti hennar er tilkominn vegna ofangreindrar virðisrýrnunar gengistryggðra útlána en veiking krónunnar á tímabilinu hafði afar neikvæð áhrif á greiðslugetu margra lántakenda." Heildarstærð efnahagsreiknings bankans við síðustu áramót nam 658 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár, fyrir tímabilið, var 17,2% á ársgrundvelli og eiginfjárhlutfall var 10,36% við lok tímabilsins. Heildarútlán til viðskiptavina og fjármálafyrirtækja námu um 513 milljörðum og innlán námu um 493 milljörðum. Hlutfall heildarinnlána af heildarútlánum var 96% við lok tímabilsins. Eigið fé í árslok nam 68 milljörðum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka segir að rekstarniðurstaða bankans endurspegli það ójafnvægi í efnahagsumhverfi hans sem einkenndi tímabilið sem uppgjörið tekur til. „Má þar nefna háa verðbólgu og mikla veikingu krónunnar. Þessir þættir voru mjög afgerandi í rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja á þessum tíma og áhrifa þeirra gætir töluvert enn. Þessir þættir hafa einnig haft neikvæð áhrif á greiðslugetu einstaklinga og heimila. Ég tel þó jákvætt að staða fjölmargra fyrirtækja í dag er betri en við gerðum ráð fyrir þegar nýi bankinn hóf starfsemi sína fyrir rúmu ári síðan." Á ársafmæli bankans, þann 15. október s.l., urðu ákveðin straumhvörf í rekstri hans, þegar Glitnir, fyrir hönd kröfuhafa, tók ákvörðun um að eignast 95% hlut í Íslandsbanka. Lausafjár- og eiginfjárstaða Íslandsbanka er traust og rekstrarhorfur góðar þó svo að ennþá sé töluverð óvissa í efnahagsumhverfinu."
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira