Viðskipti innlent

Hrönn Ingólfsdóttir ráðin markaðsstjóri Portusar hf.

Hrönn Ingólfsdóttir
Hrönn Ingólfsdóttir
Hrönn Ingólfsdóttir, hefur verið ráðin markaðsstjóri Portusar hf., sem á og annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Portus hf. er nú í eigu Austurhafnar-TR. Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%.

Áður var Portus hf. í eigu Landsbankans og Nýsis en eftir að bæði fyrirtækin urðu gjaldþrota á síðasta ári, tóku Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg við stjórnartaumunum hjá Portusi.

Hrönn hefur undanfarið verið framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs hf. en áður gegndi hún stöðu forstöðumanns markaðssviðs. Auk þess hefur hún verið framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.

Hrönn hefur lokið BA prófi í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, MA í auglýsingafræði frá Michigan State University og MSc í aðferðafræði félagsvísinda frá University of Edinburgh. Að lokum hefur hún lokið MBA námi frá Háskóla Íslands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×