Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð fer hríðlækkandi

Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð hefur farið hríðlækkandi og stendur nú í 358 punktum. Fyrir síðustu helgi hafði það hinsvegar farið hækkandi og stóð í 410 punktum s.l. föstudag samkvæmt lista CMA Datavision yfir þau 10 lönd sem taldin eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti.

Þrátt fyrir þessa lækkun er Ísland áfram í fimmta sæti hjá CMA yfir þær 10 þjóðir sem hafa hæsta skuldartrygginaálag í heiminum.CMA metur nú líkurnar á þjóðargjaldþroti á Íslandi í tæpum 22% en í síðustu viku voru þessar líkur metnar vera rúm 24%.

Töluverðar breytingar hafa orðið á þremur efstu sætunum á þessum lista. Argentína sem trónað hefur á toppi hans allt árið er komið niður í þriðja sætið. Venezúela er nú í toppsætinu með yfir 50% líkur á gjaldþroti og þar næsta kemur Úkranía. Öll þessi lönd eru með yfir 1.000 punkta í skuldatryggingarálagi.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 358 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram tæp 3,6% af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×