Viðskipti innlent

Gengi krónunnar styrkist

Gengi krónunnar hefur styrkst um rúmlega 0,5% í dag og stendur gengisvísitalan í tæpum 234 stigum. Gætir þar væntanlega áhrifa þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett endurskoðun á áætlun sinni og stjórnvalda á dagskrá í næstu viku.

Dollarinn kostar nú 122 kr., pundið er í 202,5 kr., evran er komin í tæpar 183 kr. og danska krónan er í 24,5 kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×