Háskólinn Eiríkur Bergmann skrifar 21. október 2009 06:00 Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Á uppgangstíma efnahagslífsins óx háskólakerfið með sama ógnarhraða og mörg önnur svið samfélagsins. Samkeppni varð boðorð dagsins og háskólarnir hófu að keppa hver við aðra um nemendur. Samkeppnin átti í orði kveðnu að auka gæði og fjölbreytni í háskólastarfi. En jafnvel þótt slíku sé haldið fram í hátíðarræðum hygg ég að flestir sem hafa starfað við háskólakennslu á Íslandi lengur en áratug viti mætavel að námskröfur hafa stöðugt minnkað eftir því sem kló samkeppninnar hefur gripið þéttar. Þetta á jafnt við í öllum skólunum, ríkisskólum sem öðrum, enda tilkomið af kerfislægri skekkju og varð meðal annars til með því reikningslíkani sem skiptir opinberu fé á milli háskóla landsins. Kerfið bókstaflega hvetur skólana til að kenna í risastórum hópum og fjöldaframleiða prófskírteini burt séð frá gæðum menntunarinnar. Smám saman þrýstir samkeppnin öllu í sama farveginn. Við þessari þróun þarf að sporna. Þess vegna er sú umræða sem nú fer fram um hagræðingu í háskólakerfinu einkar tímabær og mikilvægt að vel takist til. Þrátt fyrir mismunandi rekstrarform er hérlent háskólastarf að mestu fjármagnað af opinberu fé og snertir því allt samfélagið. Vissulega er margt vel gert en okkur hefur eigi að síður borið af leið. Eins og á við um mörg önnur svið samfélagsins urðu háskólarnir viðskiptavæðingu samfélagsins að bráð. Í stað þess að einbeita okkur að því grundvallarverkefni að skapa og miðla þekkingu fór starfsemin í auknu mæli að snúast um markaðssetningu. Allt í einu átti atvinnulífið að kosta prófessorsstöður og heilu rannsóknasetrin. Háskólarnir voru seldir athafnamönnum á kostakjörum. Ég minnist til að mynda fundar um stöðu háskólasamfélagsins fyrir tveimur árum. Menn virtust sammála um að háskólarnir ættu fyrst og síðast að þjóna þörfum atvinnulífsins, undirbúa nemendur undir störf í atvinnulfinu. Því þyrfti að kortleggja þörf fyrirtækjanna fyrir sérhæft starfsfólk og miða starf háskólanna að því. Þegar einmanna gagnrýnin rödd spurði hvað þetta „atvinnulíf“ nú eiginlega væri var svarið góðlátlegur hlátur, spurningin þótti svo vitlaus. En hvert er hlutverk háskóla? Er það einvörðungu að undirbúa nemendur undir tiltekin störf? Háskólinn er ein elsta stofnun vestrænna samfélaga, jafnvel eldri en kirkjan í vissum skilningi. Lengst af var hlutvek háskólanna að leita þekkingar, gagnrýna ríkjandi viðhorf og leita sannleikans. Þekkingin var álitin hafa gildi í sjálfri sér óháð hagsmunum dagsins. Af þessu höfum við því miður misst sjónar. Okkur sem störfum í háskólunum ber nú að finna réttu leiðina í átt að betra háskólakerfi, samfélaginu öllu til hagsbóta. Fámennið er auðvitað takmarkandi, í samanburði við önnur lönd ber Ísland tæpast einn háskóla í merkingunni Universitas. Dramb um að íslenskir háskólar verði meðal þeirra bestu í heimi þjónar því engu öðru en uppblásinni þjóðrembu og er ekkert nær sannleikanum en þegar við héldum að íslenskir bankamenn væru öðrum fremri. Verkefnið nú er að búa til gott háskólakerfi sem styður við heilbrigt samfélag og hjálpar nemendum við að takast á við sjálfa sig, lífið og tilveruna. Að mínu viti þarf að byggja hér upp háskólakerfi sem grundvallast á samvinnu milli skóla en ekki aðeins á endalausri samkeppni, sem stundum verður hreinlega eyðileggjandi afl. Í stað þess að fara í sífellu inn á svið hvers annars gætu háskólarnir til að mynda boðið upp á sameiginlegar námsbrautir. Til að tryggja fjölbreytni þurfa stjórnvöld að hafa forystu í því að koma á skynsamlegri verkaskiptingu og kerfisbundinni samvinnu milli ólíkra háskólastofnana. Hugsanlega mætti sameina yfirbyggingu allra háskólanna í eina sameiginlega stofnun en viðhalda kennslu og rannsóknastafi áfram í sjálfstæðum stofnunum. Háskóli Íslands samanstendur eftir nýlega breytingu af fimm sviðum sem hver og ein gæti verið sjálfstæður skóli innan sameiginlegrar stofnunar sem einnig næði til annarra háskólastofnana. Háskólinn á Bifröst hefur þá sérstöðu að kenna fámennum hópum og byggja á fjölbreyttum verkefnum. Þrátt fyrir ólíka kennslufræði óttast ég ekki afdrif svoleiðis skóla innan háskólakerfis sem byggir á kerfisbundnu samstarfi. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og hefur kennt við ellefu háskóla í sjö löndum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun