Viðskipti innlent

FSA: Seðlabankinn frysti milljarða frá Kaupþingi

Seðlabanki Íslands frysti 150 milljóna punda greiðslu til Singer og Friedlander banka Kaupþings bankans 7. október í fyrra, samkvæmt skilningi breska fjármálaeftirlitsins.

Greint var frá því í fréttum í gær, að Kaupþing hefði tapað máli fyrir breskum dómstóli. Breskum yfirvöldum hafi verið heimilt að taka innistæður af Edge reikningum Kaupþings Singer og Friedlander og færa inn í hollenska ING direkt bankann.

En það er fleira í dóminum. Greint er frá því að í byrjun október í fyrra, hafi mikið verið reynt að útvega lausafé til handa Singer og Friedlander. Jafnframt segir að ekki sé samræmi í frásögnum vitna; en Sheila Nicoll, yfirmaður í breska fjármálaeftirlitnu, bar fyrir dómi, að 5. október í fyrra, hafi fé flætt út úr Singer og Friedlander bankanum. Kaupþing hafi sannfært breska Fjármálaeftirlitið um að það myndi útvega breska bankanum sínum, 186 milljónir punda.

Sjöunda október, daginn fyrir seinasta starfsdag Kaupþings, hafi 36 milljónir punda borist, en 150 milljónir, eða sem nemur ríflega þrjátíu milljörðum króna á gengi dagsins í dag, hafi ekki skilað sér; sá sé skilningur breska fjármálaeftirlitsins, að Seðlabanki Íslands hefði komið í veg fyrir færsluna.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×