Erlent

Ekki fengið hraðasekt í 84 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Geeson með ökuskírteinið. Hann hefur átt fjölda bíla um sína daga en hefur mest dálæti á Fordinum. Nú ekur hann um á Peugeot.
Geeson með ökuskírteinið. Hann hefur átt fjölda bíla um sína daga en hefur mest dálæti á Fordinum. Nú ekur hann um á Peugeot. MYND/Telegraph

George Geeson er að öllum líkindum öruggasti ökumaður Englands. Hann hefur ekki fengið hraðasekt í 84 ár, það er að segja síðan hann fékk ökuskírteinið. Geeson er 99 ára gamall og öðlaðist ökuréttindi sín árið 1925. Í þá daga var ekki um neitt formlegt bílpróf að ræða, menn fengu skírteinið þegar einhver hafði kennt þeim grundvallaratriðin í akstri og var Geeson 15 ára þegar hann fékk sitt. Fyrsti bíllinn hans var Wyllis-Overland Whippet sem hann greiddi tvö pund og tíu shillinga fyrir árið 1935. Það væru í dag 500 krónur. Geeson segist aldrei hafa haft aðra reglu en að hafa öryggið í fyrsta sæti í umferðinni. Hann hefur einu sinni lent í árekstri en þá ók annar ökumaður aftan á hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×