Viðskipti innlent

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 30% minni en í fyrra

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs voru um 17,4 milljarðar en það eru um 30% minni útlán en á fyrstu sex mánuðum ársins 2008.

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs rúmlega 2,4 milljörðum króna í júlí. Þar af voru rúmir 1,7 milljarðar vegna almennra lána og tæpar 700 milljónir vegna leiguíbúðalána. Þetta kemur fram á heimasíðu sjóðsins.

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs drógust saman um rúm 6,9 % frá fyrri mánuði. Meðalútlán almennra lána voru um 10,1 milljón króna í júlí sem er um 5% lækkun frá fyrri mánuði. Alls lánaði Íbúðalánasjóður um 8 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi sem er um 15% minna en á fyrsta fjórðungi ársins.

Á öðrum ársfjórðungi bárust 885 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika sem eru um 6% færri umsóknir en á fyrsta ársfjórðungi. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa því borist 1827 umsóknir sem er veruleg aukning frá sama tímabili ársins 2008, að fram kemur á heimasíðu Íbúðalánasjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×