Miklar breytingar á Formúlu 1 5. mars 2009 13:51 Luca Montezemolo forseti Ferrari tjáir sig um breytingarnar sem hann vill sjá á Formúlu 1 á næstunni. Mynd: AFP Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Samtök keppnisliða lögðu í dag fram fjölda breytinga á útfærslu Formúlu 1 sem íþróttar og sem sjónvarpsefnis. Sumar breytingar hafa þegar tekið gildi, aðrar væntanlega í næstu viku og loks er fjöldi tilllagna fyrir 2010. FOTA, samtök keppnisliða fundaði í dag í GENF í Sviss og leggur í framhaldinu tillögur sínar á borð fyrir FIA, sem þarf að samþykkja þær. Þá þarf FOM, sem er sjónvarpsrétthafinn einnig að gefa grænt ljós á sumar hugmyndir FOTA. Fyrir 2009 vill FOTA breyta stigagjöf ökumanna þannig að fyrir sigur fáist 12 stig, annað sæti 9 stig, þriðja 7 og síðan 5, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti þar á eftir. Þetta telur FOTA að auki vægi sigurs verulega frá því sem fyrir er, en stigagjöfin í fyrra var 10, 8, 6, 5, 4, 3, 2, 1 stig. Þá vill FOTA auka upplýsingaflæði til áhorfenda heima í stofu á ýmsan hátt, bæði á þessu ári og enn meira 2010. Færi er á fjölda grafískra skýringa og upplýsinga sem ekki hafa sést áður í tenglsum við Formúlu 1, en má sjá tengt öðrum íþróttum. Stöð 2 Sport vinnur einmitt sjálstætt að því þessa dagana að útbúa eigin útskýringar til að auka flæði upplýsinga í þættinum Endamarkið, sem verður eftir hvert kappakstursmót. Til að minnka kostnað við rekstur keppnisliða vill FOTA minnka æfingaakstur verulega og alla þróunarvinnu milli móta og fyrir næsta keppnistímabil. Sjá ítarlega umfjöllun um málið
Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira