Niðurlæging þjóðar Njörður P. Njarðvík skrifar 26. október 2009 06:00 Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson. Stjórnarhættir hans einkenndust af meiri eignatilfærslu en áður eru dæmi um í sögu okkar, fyrst með kvótakerfinu og svo með einkavæðingu bankanna, - ekki að þetta tvennt hafi í eðli sínu verið fordæmanlegt, heldur hvernig var að því staðið. Það var hægt með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sem síðar smitaðist af þránni að vera skráður forsætisráðherra án þess að gera sér grein fyrir að slíkri skráningu getur fylgt háðsmerki, þegar frá líður. Ég lít svo á, að þessir tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi staðið fyrir þvílíkri spillingu undir formerkjum nýfrjálshyggju, að þess sjáist fá dæmi, jafnvel þótt farið sé með stækkunargleri yfir landabréf heimsins. Nú voru leiddir til öndvegis fjárglæframenn sem reyndust hreinir spilafíklar og urðu nær alls ráðandi í fjármálum þjóðarinnar. Mikill hluti landsmanna varð meðvirkur, fékk glýju í augun og gekk nánast hortugum skrefum rakleiðis inn í álagafjötra þessarar spilaborgar. Sem auðvitað hlaut að hrynja eins og allar spilaborgir. Svo tók Geir Haarde við stjórnartaumum og Framsóknarflokknum fyrst - síðan Samfylkingunni. Forystu hans finnst mér að helst megi líkja við, að þar hafi farið blindur og heyrnarlaus maður sem síðasta spölinn renndi sér einhvers konar hægfara fótskriðu á svelli andvaraleysis og óskiljanlegrar linkindar Samfylkingarinnar. Það verður, því miður, að skrifa að miklu leyti á ábyrgðarreikning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hennar miklu mistök voru að mynda þessa ógæfustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski hefur óþol forystu Samfylkingarinnar og valdalöngun ráðið miklu. Um það veit ég ekki. En hitt veit ég, að flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu, getur ekki stutt ójöfnuð nýfrjálshyggjunnar. Það hlýtur að enda með ósköpum. Sem það og gerði. Af þessum sökum, eftir það sem á undan er gengið, er nánast furðulegt og reyndar aumkunarvert að verða nú vitni að framgöngu tveggja forystumanna stjórnarandstöðunnar, þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanna mestu spillingarflokkanna - þótt þeir hafi ekki ráðið persónulega fyrri tíð. En þeir hafa tekið við forystu og þar með ábyrgð þessara stjórnmálaflokka. Þegar ný ríkisstjórn, undir leiðsögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, horfist einarðlega í augu við illviðráðanlegan, blákaldan veruleika og segir að íslensk þjóð ætli sér að axla ábyrgð afglapanna - þá koma þessir menn einna helst fram eins og óábyrgir óvitar. Sá fyrrnefndi lætur að vísu örla á ráðvillu örvæntingar í augnaráðinu - það má hann eiga. En hinn er sígjammandi líkt og götustrákur sem ekki hefur lært almenna mannasiði. Sem á nú reyndar við um fleiri. Fyrir skemmstu var haft eftir ágætum manni: Það er dapurlegt að sjá hvað Framsóknarflokkurinn yngist illa. Hinu skyldi enginn gleyma, að innri mein verða ekki læknuð með plástrum. Sama gildir um spilafíkn og aðrar fíknir. Hún verður ekki læknuð með neinum tæknilegum eða hagfræðilegum aðferðum. Og alls ekki með því að leyfa spilafíklum að halda áfram að fara með fjármuni. Það kunna þeir allra manna síst. Það sem við höfum gengið í gegnum má kannski helst líkja við hundahreinsun heillar þjóðar. Að minnsta kosti hefur okkur verið dýft í kaf. Ekki veit ég hvort það dugir. Við sem stöndum álengdar og horfum á sífellt hanaat stjórnmálamanna, við þykjumst sum hver vita, að sálarmein og fíknir verða einungis leystar með viðurkenningu á vanmætti og hugarfarsbreytingu. Við erum að bíða eftir henni. Hvar er hún? Hvenær kemur hún? Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson. Stjórnarhættir hans einkenndust af meiri eignatilfærslu en áður eru dæmi um í sögu okkar, fyrst með kvótakerfinu og svo með einkavæðingu bankanna, - ekki að þetta tvennt hafi í eðli sínu verið fordæmanlegt, heldur hvernig var að því staðið. Það var hægt með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sem síðar smitaðist af þránni að vera skráður forsætisráðherra án þess að gera sér grein fyrir að slíkri skráningu getur fylgt háðsmerki, þegar frá líður. Ég lít svo á, að þessir tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi staðið fyrir þvílíkri spillingu undir formerkjum nýfrjálshyggju, að þess sjáist fá dæmi, jafnvel þótt farið sé með stækkunargleri yfir landabréf heimsins. Nú voru leiddir til öndvegis fjárglæframenn sem reyndust hreinir spilafíklar og urðu nær alls ráðandi í fjármálum þjóðarinnar. Mikill hluti landsmanna varð meðvirkur, fékk glýju í augun og gekk nánast hortugum skrefum rakleiðis inn í álagafjötra þessarar spilaborgar. Sem auðvitað hlaut að hrynja eins og allar spilaborgir. Svo tók Geir Haarde við stjórnartaumum og Framsóknarflokknum fyrst - síðan Samfylkingunni. Forystu hans finnst mér að helst megi líkja við, að þar hafi farið blindur og heyrnarlaus maður sem síðasta spölinn renndi sér einhvers konar hægfara fótskriðu á svelli andvaraleysis og óskiljanlegrar linkindar Samfylkingarinnar. Það verður, því miður, að skrifa að miklu leyti á ábyrgðarreikning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hennar miklu mistök voru að mynda þessa ógæfustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski hefur óþol forystu Samfylkingarinnar og valdalöngun ráðið miklu. Um það veit ég ekki. En hitt veit ég, að flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu, getur ekki stutt ójöfnuð nýfrjálshyggjunnar. Það hlýtur að enda með ósköpum. Sem það og gerði. Af þessum sökum, eftir það sem á undan er gengið, er nánast furðulegt og reyndar aumkunarvert að verða nú vitni að framgöngu tveggja forystumanna stjórnarandstöðunnar, þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanna mestu spillingarflokkanna - þótt þeir hafi ekki ráðið persónulega fyrri tíð. En þeir hafa tekið við forystu og þar með ábyrgð þessara stjórnmálaflokka. Þegar ný ríkisstjórn, undir leiðsögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, horfist einarðlega í augu við illviðráðanlegan, blákaldan veruleika og segir að íslensk þjóð ætli sér að axla ábyrgð afglapanna - þá koma þessir menn einna helst fram eins og óábyrgir óvitar. Sá fyrrnefndi lætur að vísu örla á ráðvillu örvæntingar í augnaráðinu - það má hann eiga. En hinn er sígjammandi líkt og götustrákur sem ekki hefur lært almenna mannasiði. Sem á nú reyndar við um fleiri. Fyrir skemmstu var haft eftir ágætum manni: Það er dapurlegt að sjá hvað Framsóknarflokkurinn yngist illa. Hinu skyldi enginn gleyma, að innri mein verða ekki læknuð með plástrum. Sama gildir um spilafíkn og aðrar fíknir. Hún verður ekki læknuð með neinum tæknilegum eða hagfræðilegum aðferðum. Og alls ekki með því að leyfa spilafíklum að halda áfram að fara með fjármuni. Það kunna þeir allra manna síst. Það sem við höfum gengið í gegnum má kannski helst líkja við hundahreinsun heillar þjóðar. Að minnsta kosti hefur okkur verið dýft í kaf. Ekki veit ég hvort það dugir. Við sem stöndum álengdar og horfum á sífellt hanaat stjórnmálamanna, við þykjumst sum hver vita, að sálarmein og fíknir verða einungis leystar með viðurkenningu á vanmætti og hugarfarsbreytingu. Við erum að bíða eftir henni. Hvar er hún? Hvenær kemur hún? Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun