Mannvænt á höfuðborgarsvæðinu 28. apríl 2009 06:00 Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykjavíkur, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir trausta atvinnu, umhverfisvænt af því að það mengar lítið, búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. En ef einhverjum dettur í hug að staðsetja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helguvík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill viðsnúningur frá háværum mótmælum margra höfuðborgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði. Engum dylst að öll álverin á Suðvesturhorninu og orkuvæðingin þeim tengd er kjölfesta þar í atvinnulífinu. Það reyndi ég sjálfur í mínum gamla heimabæ, Hafnarfirði, þegar álverið í Straumsvík hóf starfsemi, sem fól í sér mikil og jákvæð umskipti fyrir lífskjör fólks. Sömu áhrifa erum við nú að njóta á Austurlandi með álverinu á Reyðarfirði þrátt fyrir öfgafullar hrakspár um hið gagnstæða. Suðurnesjafólk bindur eðlilega bjartar vonir við að fá álver sem styrkir atvinnulífið á sínu svæði. Slíkar væntingar búa einnig með fólkinu sem býr á Norðurlandi og engin ástæða er til að óttast að mengun verði meiri á Bakka en í Helguvík, Straumsvík eða Hvalfirði. Munurinn er einvörðungu sá, að fyrir norðan er einhæfara atvinnulíf og búseta fólksins á þar í vök að verjast. Traust atvinna er forgangsmál. Virkjun orkunnar er því grundvöllur til nýsköpunar. Bygging og rekstur álvera hefur reynst vera raunhæfur kostur í boði með samstarfi við erlenda fjárfesta. Mikilvægt er að leitað sé allra leiða til að auka fjölbreytni með hagkvæmum og umhverfisvænum öðrum kostum. En þegar á reyndi þá var þetta „eitthvað annað" lítið meira en orðin tóm. Auðvitað vonum við að það geti breyst. Austfirðingar biðu í 30 ár eftir efndum margvíslegra loforða um stórtæka atvinnusköpun. Af þeirri reynslu verður að læra sem hvorki Húsvíkingum né öðru landsbyggðarfólki verður lengur boðið upp á. Það skiptir máli að fólki sé ekki mismunað eftir búsetu. Höfundur er sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið íslenskt náttúrulögmál, að ef álver er byggt í nágrenni Reykjavíkur, þá er það hið besta mál. Sérstaklega mannvænt sem veitir trausta atvinnu, umhverfisvænt af því að það mengar lítið, búsetuvænt og styrkir afkomu þjóðarinnar. En ef einhverjum dettur í hug að staðsetja slíka verksmiðju á landsbyggðinni þá gilda önnur viðhorf og rök. Fjölmargir höfuðborgarbúar rísa þá upp til kröftugra mótmæla og fá skyndilega útrás fyrir einstaka umhyggju sína fyrir umhverfi og náttúru. Þá er eitthvað allt annað betra fyrir landsbyggðarfólk en álver. En breið samstaða virðist vera um byggingu álvers í Helguvík og engin mótmæli á ferðinni. Það er mikill viðsnúningur frá háværum mótmælum margra höfuðborgarbúa vegna byggingar álvers á Reyðarfirði. Engum dylst að öll álverin á Suðvesturhorninu og orkuvæðingin þeim tengd er kjölfesta þar í atvinnulífinu. Það reyndi ég sjálfur í mínum gamla heimabæ, Hafnarfirði, þegar álverið í Straumsvík hóf starfsemi, sem fól í sér mikil og jákvæð umskipti fyrir lífskjör fólks. Sömu áhrifa erum við nú að njóta á Austurlandi með álverinu á Reyðarfirði þrátt fyrir öfgafullar hrakspár um hið gagnstæða. Suðurnesjafólk bindur eðlilega bjartar vonir við að fá álver sem styrkir atvinnulífið á sínu svæði. Slíkar væntingar búa einnig með fólkinu sem býr á Norðurlandi og engin ástæða er til að óttast að mengun verði meiri á Bakka en í Helguvík, Straumsvík eða Hvalfirði. Munurinn er einvörðungu sá, að fyrir norðan er einhæfara atvinnulíf og búseta fólksins á þar í vök að verjast. Traust atvinna er forgangsmál. Virkjun orkunnar er því grundvöllur til nýsköpunar. Bygging og rekstur álvera hefur reynst vera raunhæfur kostur í boði með samstarfi við erlenda fjárfesta. Mikilvægt er að leitað sé allra leiða til að auka fjölbreytni með hagkvæmum og umhverfisvænum öðrum kostum. En þegar á reyndi þá var þetta „eitthvað annað" lítið meira en orðin tóm. Auðvitað vonum við að það geti breyst. Austfirðingar biðu í 30 ár eftir efndum margvíslegra loforða um stórtæka atvinnusköpun. Af þeirri reynslu verður að læra sem hvorki Húsvíkingum né öðru landsbyggðarfólki verður lengur boðið upp á. Það skiptir máli að fólki sé ekki mismunað eftir búsetu. Höfundur er sóknarprestur í Heydölum.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun