Ingalls fjölskyldan 27. október 2009 06:00 Dofri Hermannsson skrifar um húsnæðismál Upp úr 2000 fór húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka en tók árlegt stökk eftir að 90% húsnæðislán Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tóku gildi 2003 og bankarnir fylgdu eftir með 90-110% húsnæðislánum sínum. Til varð stór hópur nýrra kaupenda og eftirspurn eftir lóðum jókst gríðarlega. Allir vildu byggja og selja á tvöföldum byggingarkostnaði. R-listinn var sakaður um tvennt; lóðaskort og uppboðsaðferð. Framboð á lóðum í Reykjavík var samkvæmt sameiginlegri áætlun sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu en sum þeirra ákváðu fljótlega að hunsa. Upphófst mikil pissukeppni þar sem sveitarfélög undir stjórn Sjálfstæðisflokks deiliskipulögðu ný hverfi eins von væri á tvöföldun íbúa á næsta ári. Um leið var R-listinn harðlega gagnrýndur fyrir lóðaskort. Uppboðsaðferðin var líka harðlega gagnrýnd og henni kennt um hækkandi húsnæðisverð - ranglega eins og sérfræðingar bentu ítrekað á. Þvert á móti var uppboðsaðferðin eina leiðin til að útdeila takmörkuðum gæðum á sanngjarnan hátt og láta andvirðið skila sér að fullu til borgarbúa sjálfra. Kostnaðinn af pissukeppninni, um 100 milljarða í óseldum lóðum og innviðum tómlegra nýbyggingahverfa, þurfa útsvarsgreiðendur að bera. Gegn ábyrgri stefnu Samfylkingar í lóðamálum og loforði um uppbyggingu á traustum almennum leigumarkaði sem valkosti fyrir ungar fjölskyldur vorið 2006 tefldu Sjálfstæðismenn fram draumnum um ódýra lóð og Húsið á Sléttunni. Nýútskrifaðir kennarar, verkfræðingar, matreiðslumeistarar og allir hinir sem voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði áttu að taka sér hamar og sög í hönd og byggja sér hús á 100% láni. Það kom í hlut Sjálfstæðismanna að stjórna borginni þetta kjörtímabil og oft frá því það hófst hefur Samfylkingin bent á þörfina fyrir traustan almennan leigumarkað sem valkost. Fyrir því hefur enginn áhugi verið hjá núverandi meirihluta. Hvað reykvískar Ingalls fjölskyldur í hálfbyggðum hverfum hugsa um Húsið-á-sléttunni-stefnu Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum ungra fjölskyldna væri fróðlegt að vita. Hefðu þær kannski viljað fá val um að byggja eða leigja á traustum almennum leigumarkaði? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Dofri Hermannsson skrifar um húsnæðismál Upp úr 2000 fór húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka en tók árlegt stökk eftir að 90% húsnæðislán Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tóku gildi 2003 og bankarnir fylgdu eftir með 90-110% húsnæðislánum sínum. Til varð stór hópur nýrra kaupenda og eftirspurn eftir lóðum jókst gríðarlega. Allir vildu byggja og selja á tvöföldum byggingarkostnaði. R-listinn var sakaður um tvennt; lóðaskort og uppboðsaðferð. Framboð á lóðum í Reykjavík var samkvæmt sameiginlegri áætlun sveitarfélaga á höfuðborgasvæðinu en sum þeirra ákváðu fljótlega að hunsa. Upphófst mikil pissukeppni þar sem sveitarfélög undir stjórn Sjálfstæðisflokks deiliskipulögðu ný hverfi eins von væri á tvöföldun íbúa á næsta ári. Um leið var R-listinn harðlega gagnrýndur fyrir lóðaskort. Uppboðsaðferðin var líka harðlega gagnrýnd og henni kennt um hækkandi húsnæðisverð - ranglega eins og sérfræðingar bentu ítrekað á. Þvert á móti var uppboðsaðferðin eina leiðin til að útdeila takmörkuðum gæðum á sanngjarnan hátt og láta andvirðið skila sér að fullu til borgarbúa sjálfra. Kostnaðinn af pissukeppninni, um 100 milljarða í óseldum lóðum og innviðum tómlegra nýbyggingahverfa, þurfa útsvarsgreiðendur að bera. Gegn ábyrgri stefnu Samfylkingar í lóðamálum og loforði um uppbyggingu á traustum almennum leigumarkaði sem valkosti fyrir ungar fjölskyldur vorið 2006 tefldu Sjálfstæðismenn fram draumnum um ódýra lóð og Húsið á Sléttunni. Nýútskrifaðir kennarar, verkfræðingar, matreiðslumeistarar og allir hinir sem voru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði áttu að taka sér hamar og sög í hönd og byggja sér hús á 100% láni. Það kom í hlut Sjálfstæðismanna að stjórna borginni þetta kjörtímabil og oft frá því það hófst hefur Samfylkingin bent á þörfina fyrir traustan almennan leigumarkað sem valkost. Fyrir því hefur enginn áhugi verið hjá núverandi meirihluta. Hvað reykvískar Ingalls fjölskyldur í hálfbyggðum hverfum hugsa um Húsið-á-sléttunni-stefnu Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum ungra fjölskyldna væri fróðlegt að vita. Hefðu þær kannski viljað fá val um að byggja eða leigja á traustum almennum leigumarkaði? Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar