Viðskipti innlent

Stofnuðu símafyrirtæki í miðri kreppu

Breki Logason skrifar
Brjánn Jónsson framkvæmdarstjóri og einn eigenda Sip.
Brjánn Jónsson framkvæmdarstjóri og einn eigenda Sip.
Símafyrirtækið Sip hóf rekstur þann 1.nóvember. Fyrirtækið er nú orðið hluti af íslenska fastlínunkerfinu og getur því farið að bjóða upp á símaþjónustu fyrir landsmenn. Að sögn Brjáns Jónssonar framkvæmdarstjóra félagsins fóru þeir af stað eftir að Teymi keypti meirihlutaeign í Hive og lagði niður tæknikerfin. Fimm starfsmenn fyrirtækisins eru eigendur þess en þeir eru fyrrum tæknistjórar hjá gamla Hive, Vodafone og Símanum.

„Við erum nokkuð brattir. Nú erum við komnir með símstöðvar og erum orðnir partur af íslenska gjaldsíma- og fastlínukerfinu. Við getum því boðið upp á símaþjónustu og erum þegar byrjaðir. Við einblínum aðallega á fyrirtækjamarkað en getum líka boðið upp á nettengingar," segir Brjánn en fyrirtækið bíður ekki upp á gsm-þjónustu. „Það er aldrei að veita hvað verður næst."

Brjánn segir að þeim hafi verið vel tekið og fengið fjölmargar fyrirspurnir frá fyrirtækjum sem leita hagræðingar varðandi símkostnað. „Við getum boðið lægri gjöld en aðrir, auðveldlega," segir Brjánn.

Aðspurður hvort markaður sé fyrir nýtt símafyrirtæki á þessum tímum segir Brjánn að svo sé eftir að samþjöppun varð á markaðnum þegar Teymi keypti Hive.

„Þetta eru auðvitað erfiðar aðstæður og við þurftum til dæmis að kaupa búnað erlendis frá á hæsta mögulega gengi. Við komumst hinsvegar yfir það og erum skuldlaust fyrirtæki í dag."

Hægt er að kynna sér starfsemi Sip frekar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×