Dregur úr ótta um afdrif Dúbaí 2. desember 2009 04:00 Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, reyndi í gær að fullvissa fjölmiðla um að efnahagur furstadæmisins væri traustur og sagði að heimurinn skildi ekki stöðu mála í ríkinu. Fréttablaðið/AFP-NordicPhoto Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfélag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðlum og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækkandi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórnvalda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum fursti beindi líka spjótum að fjölmiðlum vegna umfjöllunar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta afstöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og tilkynntu að fyrirtækið ætti í viðræðum við lánardrottna um endurfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuðust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í uppnámi Dúbaí World. Því hafi yfirlýsing fyrirtækisins í gær dregið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viðurkenna að Dúbaí-kreppan er bundinn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dagblaðsins Daily Telegraph. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfélag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðlum og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækkandi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórnvalda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum fursti beindi líka spjótum að fjölmiðlum vegna umfjöllunar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta afstöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og tilkynntu að fyrirtækið ætti í viðræðum við lánardrottna um endurfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuðust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í uppnámi Dúbaí World. Því hafi yfirlýsing fyrirtækisins í gær dregið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viðurkenna að Dúbaí-kreppan er bundinn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira