Viðskipti innlent

Mats Josefsson: Hefur ekki trú á smáum gjaldmiðlum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Mats Josefsson.
Mats Josefsson.

Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar við endurreisn bankanna sér ekki hvernig Ísland geti haldið áfram að vera með eigin gjaldmiðil til framtíðar. Margt jákvætt fylgi því að hafa stóran gjaldmiðil.

Mats segir það sína persónulegu skoðun að smáir gjaldmiðlar geti skapað vandamál. Það eigi ekki aðeins við um gjaldmiðil Íslendinga, krónuna, heldur einnig við um gjaldmiðla annarra smárra ríkja eins og Danmörku og Svíþjóðar.

Þegar hann horfi til framtíðar sjái hann ekki hvernig þessi lönd geti haldið því til streitu að vera með sinn eigin gjaldmiðil. Það sé erfitt að sjá kosti þess. Auk þess sem margt jákvætt fylgi því að hafa stóran gjaldmiðil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×