Betri Reykjavík fyrir alla Þorkell Sigurlaugsson skrifar 26. október 2009 06:00 Í gær var Hugmyndaþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjöldi fyrirlesara og annarra þátttakenda kom sama og ræddu stefnu og framtíðarsýn höfuðborgarinnar. Áherslur borgarbúa snúast eðlilega mikið um sjálfbærni, umhverfismál og almenn lífsgæði borgarbúa. Þétta þarf byggðina og sinna betur mannlegum þörfum og lífsgæðum í stað ofuráherslu á mannvirkjagerð. Í fyrirlestri mínum taldi ég að borgin ætti að setja sér það sem markmið á næstu tíu árum að yfirgnæfandi meirihluti bifreiða í borginni yrði knúinn rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Rafmagnið er þar langáhugaverðasti kosturinn. Það sparar mikinn kostnað við innflutt eldsneyti og dregur verulega úr loft- og hljóðmengun. Við verðum þá ótvírætt í fremstu röð í heiminum á þessu sviði og gætum þannig skapað okkur vissa sérstöðu. Það gerðum við snemma á síðustu öld með Hitaveitu Reykjavíkur sem hefur sparað borgarbúum og þjóðinni allri stórfé. Bíllinn getur áfram verið þarfasti þjónninn, án mengunar, auk þess sem hjól og almenningssamgöngur munu áfram gegna mikilvægu hlutverki. Síðastliðið föstudagskvöld var þáttur á Stöð 2 þar sem Auddi og Sveppi fóru á milli staða í hjólastól. Þar kom vel í ljós hvað margir staðir í borginni meðal annars Landsbanki Íslands eru ekki með aðgengi fyrir alla. Tillitssemi og hjálpsemi flestra borgarbúa er mikil, en sumir fá falleinkunn. Eigendur gamla Landsbanka Íslands eyddu hundruðum milljóna í margs konar stuðning við íþróttastarf, listir, menningu og glæsilegar utanlandsferðir fyrir stærstu viðskiptavini bankans. En það virðist ekki hafa skipt máli að allir hefðu aðgengi að bankanum. Afsökun starfsmanns Landsbankans í þessum sjónvarpsþætti um að húsið væri 123 ára gamalt, og þá voru hjólastólar ekki til, var hlægileg og dæmigerð um skilningsleysi. Auk þess er þessi hluti Landsbankabyggingarinnar mun yngri. Auðvitað þarf aldur húsnæðis ekki að vera afsökun. Höfði, Þjóðmenningarhúsið, Eimskipafélagshúsið þar sem nú er hótel 1919, Hótel Borg, Dómkirkjan, aðalbygging Háskóla Íslands og fjölmargar aðrar gamlar byggingar í borginni eru komnar með aðgengi og snyrtiaðstöðu fyrir alla. Það er þakkarvert hvað Reykjavíkurborg hefur lagt mikið í göngu- og hjólaleiðir í borginni. Það er víða orðið þokkalega auðvelt að ferðast um á hjóli, hjólastól, rafskutlu eða með barnavagn yfir götur og gangstéttar, þótt enn sé mikið verk að vinna. Ferðaþjónusta fatlaðra og fjölmargir aðgengilegir leigubílar gera auk þess öllum auðvelt að komast ferða sinna. Þannig er það alls ekki í öllum borgum erlendis. Reykjavíkurborg þarf aftur á móti að fylgja sterkar eftir að stofnanir, fyrirtæki og verslanir í borginni séu með aðgengismál í lagi. Við öll þurfum að halda vöku okkar og beita okkur fyrir aðgengilegu þjóðfélagi fyrir alla, án þess að fara út í einhverjar öfgar. Við getum gert góða borg enn betri, og þá fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í gær var Hugmyndaþing haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjöldi fyrirlesara og annarra þátttakenda kom sama og ræddu stefnu og framtíðarsýn höfuðborgarinnar. Áherslur borgarbúa snúast eðlilega mikið um sjálfbærni, umhverfismál og almenn lífsgæði borgarbúa. Þétta þarf byggðina og sinna betur mannlegum þörfum og lífsgæðum í stað ofuráherslu á mannvirkjagerð. Í fyrirlestri mínum taldi ég að borgin ætti að setja sér það sem markmið á næstu tíu árum að yfirgnæfandi meirihluti bifreiða í borginni yrði knúinn rafmagni eða öðrum umhverfisvænum orkugjöfum. Rafmagnið er þar langáhugaverðasti kosturinn. Það sparar mikinn kostnað við innflutt eldsneyti og dregur verulega úr loft- og hljóðmengun. Við verðum þá ótvírætt í fremstu röð í heiminum á þessu sviði og gætum þannig skapað okkur vissa sérstöðu. Það gerðum við snemma á síðustu öld með Hitaveitu Reykjavíkur sem hefur sparað borgarbúum og þjóðinni allri stórfé. Bíllinn getur áfram verið þarfasti þjónninn, án mengunar, auk þess sem hjól og almenningssamgöngur munu áfram gegna mikilvægu hlutverki. Síðastliðið föstudagskvöld var þáttur á Stöð 2 þar sem Auddi og Sveppi fóru á milli staða í hjólastól. Þar kom vel í ljós hvað margir staðir í borginni meðal annars Landsbanki Íslands eru ekki með aðgengi fyrir alla. Tillitssemi og hjálpsemi flestra borgarbúa er mikil, en sumir fá falleinkunn. Eigendur gamla Landsbanka Íslands eyddu hundruðum milljóna í margs konar stuðning við íþróttastarf, listir, menningu og glæsilegar utanlandsferðir fyrir stærstu viðskiptavini bankans. En það virðist ekki hafa skipt máli að allir hefðu aðgengi að bankanum. Afsökun starfsmanns Landsbankans í þessum sjónvarpsþætti um að húsið væri 123 ára gamalt, og þá voru hjólastólar ekki til, var hlægileg og dæmigerð um skilningsleysi. Auk þess er þessi hluti Landsbankabyggingarinnar mun yngri. Auðvitað þarf aldur húsnæðis ekki að vera afsökun. Höfði, Þjóðmenningarhúsið, Eimskipafélagshúsið þar sem nú er hótel 1919, Hótel Borg, Dómkirkjan, aðalbygging Háskóla Íslands og fjölmargar aðrar gamlar byggingar í borginni eru komnar með aðgengi og snyrtiaðstöðu fyrir alla. Það er þakkarvert hvað Reykjavíkurborg hefur lagt mikið í göngu- og hjólaleiðir í borginni. Það er víða orðið þokkalega auðvelt að ferðast um á hjóli, hjólastól, rafskutlu eða með barnavagn yfir götur og gangstéttar, þótt enn sé mikið verk að vinna. Ferðaþjónusta fatlaðra og fjölmargir aðgengilegir leigubílar gera auk þess öllum auðvelt að komast ferða sinna. Þannig er það alls ekki í öllum borgum erlendis. Reykjavíkurborg þarf aftur á móti að fylgja sterkar eftir að stofnanir, fyrirtæki og verslanir í borginni séu með aðgengismál í lagi. Við öll þurfum að halda vöku okkar og beita okkur fyrir aðgengilegu þjóðfélagi fyrir alla, án þess að fara út í einhverjar öfgar. Við getum gert góða borg enn betri, og þá fyrir alla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar