Tuttugu gjaldeyrismál til skoðunar hjá FME 26. október 2009 00:01 Gunnar Andersen Stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins segir rannsókn á brotum á gjaldeyrishöftum mjög flókna enda liggi slóð undaskotanna víða.Fréttablaðið/Stefán „Við erum að skoða fjölmörg mál. Umfangið hefur margfaldast í rannsókn okkar," segir Gunnar Andersen, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann staðfestir að eftirlitið sé nú með í kringum tuttugu mál til skoðunar vegna brota á gjaldeyrislögum. Brotin tengjast bæði fyrirtækjum í útflutningi og annars konar milliríkjaviðskiptum. Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans, sem meðal annars fólu í sér skilaskyldu á gjaldeyri, í enda nóvember í fyrra eftir hrun krónunnar og var með þeim vonast til að styrkja gengið. Það hefur ekki gengið eftir, svo sem vegna brota á skilaskyldu gjaldeyris. Um þrjátíu fyrirtæki eru með undanþágu frá gjaldeyrislögunum. Seðlabankinn hefur fylgst náið með því hvort farið sé eftir gjaldeyrislögunum og sent þau mál til FME sem talin eru brjóta í bága við lögin. Eftirlit með lögunum hefur verið hert verulega frá í fyrra. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur margítrekað að veikt gengi standi í vegi fyrir lækkun stýrivaxta. Þeir hafa staðið í tólf prósentum frá í júní í sumar. Fréttablaðið greindi í vor og sumar frá því að einhver fyrirtækjanna sem í hlut eigi hafi notað tekjur í erlendum gjaldeyri til kaupa á krónum á aflandsmarkaði og hagnast á gengismuni þar sem gengi krónunnar hefur alla jafna verið mun lægra erlendis en hér. Í einhverjum tilvikum hafa fyrirtækin farið eftir skilaskyldu og sent krónurnar heim að gjaldeyrisviðskiptum loknum. Mun minni gjaldeyrir skilar sér því til landsins vegna milliríkjaviðskipta en ella. Gunnar segir undanskot hjá gjaldeyrishöftum Seðlabankans hlaupa á allt frá nokkrum milljónum króna til tugmilljóna. Ströng viðurlög eru vegna brota á gjaldeyrishöftunum. Sektargreiðslur einstaklinga geta numið allt að tuttugu milljónum króna en fyrirtækja allt að 75 milljóna. Eftirlitið var með átta brot í skoðun um mitt ár og hefur þeim fjölgað mjög síðan þá. Gunnar segir sum þeirra tengjast. „Málin eru mjög flókin. Slóðin liggur þvers og kruss og leggir þeirra farið í gegnum marga milliliði erlendis. Þetta er mjög erfitt," segir hann en bætir við að vænta megi fyrstu niðurstaðna á næstu vikum. jonab@frettabladid.isw Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Við erum að skoða fjölmörg mál. Umfangið hefur margfaldast í rannsókn okkar," segir Gunnar Andersen, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins. Hann staðfestir að eftirlitið sé nú með í kringum tuttugu mál til skoðunar vegna brota á gjaldeyrislögum. Brotin tengjast bæði fyrirtækjum í útflutningi og annars konar milliríkjaviðskiptum. Alþingi samþykkti gjaldeyrishöft Seðlabankans, sem meðal annars fólu í sér skilaskyldu á gjaldeyri, í enda nóvember í fyrra eftir hrun krónunnar og var með þeim vonast til að styrkja gengið. Það hefur ekki gengið eftir, svo sem vegna brota á skilaskyldu gjaldeyris. Um þrjátíu fyrirtæki eru með undanþágu frá gjaldeyrislögunum. Seðlabankinn hefur fylgst náið með því hvort farið sé eftir gjaldeyrislögunum og sent þau mál til FME sem talin eru brjóta í bága við lögin. Eftirlit með lögunum hefur verið hert verulega frá í fyrra. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur margítrekað að veikt gengi standi í vegi fyrir lækkun stýrivaxta. Þeir hafa staðið í tólf prósentum frá í júní í sumar. Fréttablaðið greindi í vor og sumar frá því að einhver fyrirtækjanna sem í hlut eigi hafi notað tekjur í erlendum gjaldeyri til kaupa á krónum á aflandsmarkaði og hagnast á gengismuni þar sem gengi krónunnar hefur alla jafna verið mun lægra erlendis en hér. Í einhverjum tilvikum hafa fyrirtækin farið eftir skilaskyldu og sent krónurnar heim að gjaldeyrisviðskiptum loknum. Mun minni gjaldeyrir skilar sér því til landsins vegna milliríkjaviðskipta en ella. Gunnar segir undanskot hjá gjaldeyrishöftum Seðlabankans hlaupa á allt frá nokkrum milljónum króna til tugmilljóna. Ströng viðurlög eru vegna brota á gjaldeyrishöftunum. Sektargreiðslur einstaklinga geta numið allt að tuttugu milljónum króna en fyrirtækja allt að 75 milljóna. Eftirlitið var með átta brot í skoðun um mitt ár og hefur þeim fjölgað mjög síðan þá. Gunnar segir sum þeirra tengjast. „Málin eru mjög flókin. Slóðin liggur þvers og kruss og leggir þeirra farið í gegnum marga milliliði erlendis. Þetta er mjög erfitt," segir hann en bætir við að vænta megi fyrstu niðurstaðna á næstu vikum. jonab@frettabladid.isw
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent