Viðskipti innlent

Nokkuð dregur úr þinglýstum kaupsamningum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 40. Þetta er nokkuð minni fjöldi samninga en næstu þrjár vikur á undan þegar þeir námu 53 til 54 á viku.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignaskrár. Af 40 samningum í síðustu viku voru 26 samningar um eignir í fjölbýli, 9 samningar um sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.195 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,9 milljónir króna.

Á þessum tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 91 milljónir króna og meðalupphæð á samning 30,2 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 1 samningur um sérbýli. Heildarveltan var 44 milljónir króna og meðalupphæð á samning 14,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 2 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 49 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,2 milljónir króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×