Niðurlæging þjóðar Njörður P. Njarðvík skrifar 26. október 2009 06:00 Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson. Stjórnarhættir hans einkenndust af meiri eignatilfærslu en áður eru dæmi um í sögu okkar, fyrst með kvótakerfinu og svo með einkavæðingu bankanna, - ekki að þetta tvennt hafi í eðli sínu verið fordæmanlegt, heldur hvernig var að því staðið. Það var hægt með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sem síðar smitaðist af þránni að vera skráður forsætisráðherra án þess að gera sér grein fyrir að slíkri skráningu getur fylgt háðsmerki, þegar frá líður. Ég lít svo á, að þessir tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi staðið fyrir þvílíkri spillingu undir formerkjum nýfrjálshyggju, að þess sjáist fá dæmi, jafnvel þótt farið sé með stækkunargleri yfir landabréf heimsins. Nú voru leiddir til öndvegis fjárglæframenn sem reyndust hreinir spilafíklar og urðu nær alls ráðandi í fjármálum þjóðarinnar. Mikill hluti landsmanna varð meðvirkur, fékk glýju í augun og gekk nánast hortugum skrefum rakleiðis inn í álagafjötra þessarar spilaborgar. Sem auðvitað hlaut að hrynja eins og allar spilaborgir. Svo tók Geir Haarde við stjórnartaumum og Framsóknarflokknum fyrst - síðan Samfylkingunni. Forystu hans finnst mér að helst megi líkja við, að þar hafi farið blindur og heyrnarlaus maður sem síðasta spölinn renndi sér einhvers konar hægfara fótskriðu á svelli andvaraleysis og óskiljanlegrar linkindar Samfylkingarinnar. Það verður, því miður, að skrifa að miklu leyti á ábyrgðarreikning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hennar miklu mistök voru að mynda þessa ógæfustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski hefur óþol forystu Samfylkingarinnar og valdalöngun ráðið miklu. Um það veit ég ekki. En hitt veit ég, að flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu, getur ekki stutt ójöfnuð nýfrjálshyggjunnar. Það hlýtur að enda með ósköpum. Sem það og gerði. Af þessum sökum, eftir það sem á undan er gengið, er nánast furðulegt og reyndar aumkunarvert að verða nú vitni að framgöngu tveggja forystumanna stjórnarandstöðunnar, þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanna mestu spillingarflokkanna - þótt þeir hafi ekki ráðið persónulega fyrri tíð. En þeir hafa tekið við forystu og þar með ábyrgð þessara stjórnmálaflokka. Þegar ný ríkisstjórn, undir leiðsögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, horfist einarðlega í augu við illviðráðanlegan, blákaldan veruleika og segir að íslensk þjóð ætli sér að axla ábyrgð afglapanna - þá koma þessir menn einna helst fram eins og óábyrgir óvitar. Sá fyrrnefndi lætur að vísu örla á ráðvillu örvæntingar í augnaráðinu - það má hann eiga. En hinn er sígjammandi líkt og götustrákur sem ekki hefur lært almenna mannasiði. Sem á nú reyndar við um fleiri. Fyrir skemmstu var haft eftir ágætum manni: Það er dapurlegt að sjá hvað Framsóknarflokkurinn yngist illa. Hinu skyldi enginn gleyma, að innri mein verða ekki læknuð með plástrum. Sama gildir um spilafíkn og aðrar fíknir. Hún verður ekki læknuð með neinum tæknilegum eða hagfræðilegum aðferðum. Og alls ekki með því að leyfa spilafíklum að halda áfram að fara með fjármuni. Það kunna þeir allra manna síst. Það sem við höfum gengið í gegnum má kannski helst líkja við hundahreinsun heillar þjóðar. Að minnsta kosti hefur okkur verið dýft í kaf. Ekki veit ég hvort það dugir. Við sem stöndum álengdar og horfum á sífellt hanaat stjórnmálamanna, við þykjumst sum hver vita, að sálarmein og fíknir verða einungis leystar með viðurkenningu á vanmætti og hugarfarsbreytingu. Við erum að bíða eftir henni. Hvar er hún? Hvenær kemur hún? Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er rétt sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á dögunum: Þjóðin hefur verið niðurlægð. Hún hefur verið niðurlægð svo skelfilega, að hún berst nú við þrenninguna reiði, skömm og sorg. Formanni Sjálfstæðisflokksins láðist hins vegar að bæta við, að það er hans eigin flokkur sem ber meginábyrgð á niðurlægingunni. Út á þá ógæfubraut var lagt þegar sjálfstæðismenn fleygðu Þorsteini Pálssyni fyrir Davíð Oddsson. Stjórnarhættir hans einkenndust af meiri eignatilfærslu en áður eru dæmi um í sögu okkar, fyrst með kvótakerfinu og svo með einkavæðingu bankanna, - ekki að þetta tvennt hafi í eðli sínu verið fordæmanlegt, heldur hvernig var að því staðið. Það var hægt með dyggum stuðningi Framsóknarflokksins undir forystu Halldórs Ásgrímssonar, sem síðar smitaðist af þránni að vera skráður forsætisráðherra án þess að gera sér grein fyrir að slíkri skráningu getur fylgt háðsmerki, þegar frá líður. Ég lít svo á, að þessir tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafi staðið fyrir þvílíkri spillingu undir formerkjum nýfrjálshyggju, að þess sjáist fá dæmi, jafnvel þótt farið sé með stækkunargleri yfir landabréf heimsins. Nú voru leiddir til öndvegis fjárglæframenn sem reyndust hreinir spilafíklar og urðu nær alls ráðandi í fjármálum þjóðarinnar. Mikill hluti landsmanna varð meðvirkur, fékk glýju í augun og gekk nánast hortugum skrefum rakleiðis inn í álagafjötra þessarar spilaborgar. Sem auðvitað hlaut að hrynja eins og allar spilaborgir. Svo tók Geir Haarde við stjórnartaumum og Framsóknarflokknum fyrst - síðan Samfylkingunni. Forystu hans finnst mér að helst megi líkja við, að þar hafi farið blindur og heyrnarlaus maður sem síðasta spölinn renndi sér einhvers konar hægfara fótskriðu á svelli andvaraleysis og óskiljanlegrar linkindar Samfylkingarinnar. Það verður, því miður, að skrifa að miklu leyti á ábyrgðarreikning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Hennar miklu mistök voru að mynda þessa ógæfustjórn með Sjálfstæðisflokknum. Kannski hefur óþol forystu Samfylkingarinnar og valdalöngun ráðið miklu. Um það veit ég ekki. En hitt veit ég, að flokkur sem kennir sig við jafnaðarstefnu, getur ekki stutt ójöfnuð nýfrjálshyggjunnar. Það hlýtur að enda með ósköpum. Sem það og gerði. Af þessum sökum, eftir það sem á undan er gengið, er nánast furðulegt og reyndar aumkunarvert að verða nú vitni að framgöngu tveggja forystumanna stjórnarandstöðunnar, þeirra Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanna mestu spillingarflokkanna - þótt þeir hafi ekki ráðið persónulega fyrri tíð. En þeir hafa tekið við forystu og þar með ábyrgð þessara stjórnmálaflokka. Þegar ný ríkisstjórn, undir leiðsögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra, horfist einarðlega í augu við illviðráðanlegan, blákaldan veruleika og segir að íslensk þjóð ætli sér að axla ábyrgð afglapanna - þá koma þessir menn einna helst fram eins og óábyrgir óvitar. Sá fyrrnefndi lætur að vísu örla á ráðvillu örvæntingar í augnaráðinu - það má hann eiga. En hinn er sígjammandi líkt og götustrákur sem ekki hefur lært almenna mannasiði. Sem á nú reyndar við um fleiri. Fyrir skemmstu var haft eftir ágætum manni: Það er dapurlegt að sjá hvað Framsóknarflokkurinn yngist illa. Hinu skyldi enginn gleyma, að innri mein verða ekki læknuð með plástrum. Sama gildir um spilafíkn og aðrar fíknir. Hún verður ekki læknuð með neinum tæknilegum eða hagfræðilegum aðferðum. Og alls ekki með því að leyfa spilafíklum að halda áfram að fara með fjármuni. Það kunna þeir allra manna síst. Það sem við höfum gengið í gegnum má kannski helst líkja við hundahreinsun heillar þjóðar. Að minnsta kosti hefur okkur verið dýft í kaf. Ekki veit ég hvort það dugir. Við sem stöndum álengdar og horfum á sífellt hanaat stjórnmálamanna, við þykjumst sum hver vita, að sálarmein og fíknir verða einungis leystar með viðurkenningu á vanmætti og hugarfarsbreytingu. Við erum að bíða eftir henni. Hvar er hún? Hvenær kemur hún? Höfundur er rithöfundur og prófessor emeritus.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar