Umfjöllun: Bikarmeistararnir tóku Íslandsmeistarana Elvar Geir Magnússon skrifar 29. september 2009 21:59 Valsmenn unnu í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ í karlaflokki þegar þeir unnu 22-21 sigur á Haukum í Laugardalshöll. Haustbragur var á leiknum og bæði lið virkuðu frekar þung nú þegar N1-deildin fer að hefjast. Mikið var um mistök á báða bóga, margar skottilraunir flugu himinhátt yfir markið og ýmsar sendingar voru illa ígrundaðar. Skyttan Sigurbergur Sveinsson er á meiðslalistanum og leyndi sér ekki að hans var saknað í Haukaliðinu. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og léku öfluga vörn, þeir náðu þriggja marka forystu 8-5 en þá vöknuðu Haukar og staðan jöfn í hálfleik 9-9. Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleiknum og liðin skiptust á að skora. Nokkrum mínútum fyrir leikslok komst Valsliðið skrefinu á undan og gerði í raun út um leikinn með því að ná þriggja marka forystu 22-19 en Haukar skoruðu síðan tvö áður en tíminn rann út. Úrslitin 22-21 fyrir bikarmeistara Vals gegn Íslandsmeisturum Hauka í nokk spennandi leik þó gæði handboltans hafi alls ekki verið eins og best verður á kosið. Viðtöl koma hingað á Vísi síðar í kvöld. Haukar - Valur 21-22 (9-9) Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7 (5 víti), Björgvin Hólmgeirsson 4, Tjörfi Þorgeirsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 2 (1 víti), Pétur Pálsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (2 víti), Aron Rafn Eðvarsson 6.Mörk Vals: Elvar Friðriksson 8 (3 víti), Ernir Hrafn Arnarson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3 (2 víti), Orri Freyr Gíslason 2, Ingvar Árnason 1, Sigurður Eggertsson 1, Gunnar Harðarson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 14 (1 víti). Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Undirbúningstímabilið svart og hvítt „Við höfum verið í þessum leik síðustu þrjú ár. Við töpuðum fyrir Stjörnunni og svo fyrir Haukum í fyrra svo það er gaman að byrja tímabilið með því að vinna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í meistarakeppni HSÍ í kvöld. 29. september 2009 22:32 Hlynur Morthens: Bæði lið þung og þreytt Það tók markvörðinn Hlyn Morthens ekki langan tíma að vinna sinn fyrsta titil með Val. Hlíðarendaliðið vann Hauka í meistarakeppni HSÍ í kvöld. Þrátt fyrir að hafa farið víða og búa yfir mikilli reynslu er Hlynur ekki vanur því að hampa titlum. 29. september 2009 22:23 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Valsmenn unnu í kvöld sigur í meistarakeppni HSÍ í karlaflokki þegar þeir unnu 22-21 sigur á Haukum í Laugardalshöll. Haustbragur var á leiknum og bæði lið virkuðu frekar þung nú þegar N1-deildin fer að hefjast. Mikið var um mistök á báða bóga, margar skottilraunir flugu himinhátt yfir markið og ýmsar sendingar voru illa ígrundaðar. Skyttan Sigurbergur Sveinsson er á meiðslalistanum og leyndi sér ekki að hans var saknað í Haukaliðinu. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og léku öfluga vörn, þeir náðu þriggja marka forystu 8-5 en þá vöknuðu Haukar og staðan jöfn í hálfleik 9-9. Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleiknum og liðin skiptust á að skora. Nokkrum mínútum fyrir leikslok komst Valsliðið skrefinu á undan og gerði í raun út um leikinn með því að ná þriggja marka forystu 22-19 en Haukar skoruðu síðan tvö áður en tíminn rann út. Úrslitin 22-21 fyrir bikarmeistara Vals gegn Íslandsmeisturum Hauka í nokk spennandi leik þó gæði handboltans hafi alls ekki verið eins og best verður á kosið. Viðtöl koma hingað á Vísi síðar í kvöld. Haukar - Valur 21-22 (9-9) Mörk Hauka: Gunnar Berg Viktorsson 7 (5 víti), Björgvin Hólmgeirsson 4, Tjörfi Þorgeirsson 3, Guðmundur Árni Ólafsson 2 (1 víti), Pétur Pálsson 1, Einar Örn Jónsson 1, Heimir Óli Heimisson 1, Freyr Brynjarsson 1.Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 10 (2 víti), Aron Rafn Eðvarsson 6.Mörk Vals: Elvar Friðriksson 8 (3 víti), Ernir Hrafn Arnarson 3, Fannar Þór Friðgeirsson 3, Arnór Þór Gunnarsson 3 (2 víti), Orri Freyr Gíslason 2, Ingvar Árnason 1, Sigurður Eggertsson 1, Gunnar Harðarson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 14 (1 víti).
Olís-deild karla Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Undirbúningstímabilið svart og hvítt „Við höfum verið í þessum leik síðustu þrjú ár. Við töpuðum fyrir Stjörnunni og svo fyrir Haukum í fyrra svo það er gaman að byrja tímabilið með því að vinna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í meistarakeppni HSÍ í kvöld. 29. september 2009 22:32 Hlynur Morthens: Bæði lið þung og þreytt Það tók markvörðinn Hlyn Morthens ekki langan tíma að vinna sinn fyrsta titil með Val. Hlíðarendaliðið vann Hauka í meistarakeppni HSÍ í kvöld. Þrátt fyrir að hafa farið víða og búa yfir mikilli reynslu er Hlynur ekki vanur því að hampa titlum. 29. september 2009 22:23 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Óskar Bjarni: Undirbúningstímabilið svart og hvítt „Við höfum verið í þessum leik síðustu þrjú ár. Við töpuðum fyrir Stjörnunni og svo fyrir Haukum í fyrra svo það er gaman að byrja tímabilið með því að vinna," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn á Haukum í meistarakeppni HSÍ í kvöld. 29. september 2009 22:32
Hlynur Morthens: Bæði lið þung og þreytt Það tók markvörðinn Hlyn Morthens ekki langan tíma að vinna sinn fyrsta titil með Val. Hlíðarendaliðið vann Hauka í meistarakeppni HSÍ í kvöld. Þrátt fyrir að hafa farið víða og búa yfir mikilli reynslu er Hlynur ekki vanur því að hampa titlum. 29. september 2009 22:23
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita