Viðskipti innlent

Fjárfestar kjósa ríkisskjólið

Miðlarar að störfum. Velta með skuldabréf hefur aukist talsvert í Kauphöllinni upp á síðkastið. fréttablaðið/Pjetur
Miðlarar að störfum. Velta með skuldabréf hefur aukist talsvert í Kauphöllinni upp á síðkastið. fréttablaðið/Pjetur

Fjárfestar hafa fengið góða ávöxtun á íslensk skuldabréf á þessu ári, eða allt frá átján til 21 prósents að meðaltali. Þetta á við um alla skuldabréfaflokka, að sögn Magnúsar Harðarsonar, forstöðumanns viðskiptasviðs Kauphallarinnar.

Skuldabréfavelta í Kauphöllinni hefur aukist jafnt og þétt hér en tók kipp þegar líða tók á síðustu viku. Að undanskildum mánudegi, sem var afar slakur, nam heildarveltan síðustu daga um 24 milljörðum króna.

Seðlabankinn greiðir í dag út um sjö milljarða króna í vexti og verðbætur af óverðtryggðum ríkisskuldabréfum á gjalddaga 2012 og á bilinu sex til átta milljarða af verðtryggðum íbúðabréfum á gjalddaga 2044 á þriðjudag í næstu viku.

Erlendir fjárfestar eiga bróðurpartinn af styttri flokknum en lífeyrissjóðir þann lengri sem er á gjalddaga í næstu viku. Einhver hluti fjárins í fyrrnefnda flokknum kann að leita út fyrir landsteina enda standa gjaldeyrishöft Seðlabankans ekki í vegi fyrir því að erlendir fjárfestar geti flutt vaxtagreiðslur úr landi. Ekki er þó útilokað að báðir hópar endurfjárfesti í nýjum ríkisvíxlum, sem Seðlabankinn tilkynnti um eftir lokun markaða í fyrradag, að sögn Magnúsar.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×