NBA í nótt: LeBron hafði betur gegn Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. mars 2009 11:26 Mo Williams fór á kostum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira
Stórstjörnurnar LeBron James og Dwyane Wade mættust á vellinum í nótt þar sem Cleveland vann sigur á Miami, 99-89, í NBA-deildinni. Það var þó Mo Williams sem gerði gæfumuninn fyrir Cleveland í leiknum þar sem hann skoraði tólf af 29 stigum sínum í leiknum á síðustu sjö mínútunum. LeBron James náði þrefaldri tvennu í leiknum en hann skoraði fjórtán stig, gaf tólf stoðsendingar og tók tíu fráköst. Dwyane Wade skoraði alls 25 stig í leiknum, gaf tólf stoðsendingar og tók átta fráköst. Hann fékk þó sína aðra tæknivillu í leiknum á lokamínútunni og var því rekinn af velli í fyrsta sinn á sínum ferli. James sagði eftir leik að hann væri afar ánægður með sigurinn og ekki síst framlag Williams. Ráða mátti á orðum hans að hann væri afskaplega feginn að vera með almennilegan leikmann sér við hlið og ábyrgð liðsins hvíldi ekki öll á herðum hans. „Mo er frábær leikmaður. Hæfileikar hans koma okkur hinum ekkert á óvart. En þið fréttamenn eruð kannski hissa því þið eruð ekki vanir því að tveir leikmenn í Cleveland eru að skila svona tölum í leik. Síðast var það örugglega þegar að Brad Daugherty og Mark Price voru að spila hér," sagði LeBron. Atlanta vann Detroit, 87-83, þar sem Josh Smith skoraði nítján stig, Al Horford átján en báðir tóku þeir tólf fráköst í leiknum. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir þennan. Charlotte vann New York, 114-105, og þar með sinn sjötta sigur í röð sem er félagsmet. Gerald Wallace var með 23 stig og þrettán fráköst. Philadelphia vann Memphis, 110-105. Andre Iguodala var með 24 stig og Andre Miller 20, tíu fráköst og átta stoðsendingar fyrir Philadelphia. New Orleans vann Oklahoma City, 108-90. Chris Paul var með 21 stig og þrettán stoðsendingar. Þettta var sjöundi sigur New Orleans í röð. Milwaukee vann Golden State, 127-120. Richard Jeffersen skoraði 35 stig og Milwaukee vann sinn fyrsta sigur í síðustu fjórum leikjum sínum. Dallas vann Washington, 119-103. Dirk Nowitzky var með 34 stig og Jason Terry 33 fyrir Dallas en Washington tapaði þar með sínum fimmta leik í röð. Portland vann Minnesota, 95-93. Brandon Roy var með 31 stig fyrir Portland. Indiana vann LA Clippers, 106-105. Jarret Jack skoraði 25 stig í fjórða leikhluta og náði svo að stela boltanum á lokasekúndum leiksins sem fór langt með að tryggja sigur Indiana í leiknum.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Körfubolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Fleiri fréttir Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Sjá meira