Viðskipti innlent

Ágúst Einarsson stjórnarformaður Framtakssjóðs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ágúst Einarsson er formaður stjórnar Framtakssjóðs. Mynd/ GVA.
Ágúst Einarsson er formaður stjórnar Framtakssjóðs. Mynd/ GVA.
Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, var kjörinn formaður Framtakssjóðs Íslands á fyrsta stjórnarfundi hans sem haldinn var nú um helgina. Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna, var kjörinn varaformaður. Framtakssjóður Íslands er fjárfestingarfélag sem 16 lífeyrissjóðir skipuðu þann 8. desember síðastliðinn.

Í fréttatilkynningu frá Framtakssjóðnum kemur fram að fyrsta verkefni stjórnarinnar verði að auglýsa starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og að móta nánar fjárfestingarstefnu fyrir sjóðinn. Stjórnarmenn leggi áherslu á að vinna hratt að málum til að starfsemi Framtakssjóðs Íslands komist á skrið fljótlega á nýju ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×