Skuldabréfaútgáfa til að fjármagna nýju bankanna 1. september 2009 12:49 Seðlabankinn tilkynnti í gær um útgáfu á nýjum flokki ríkisskuldabréfa. Flokkurinn hefur þann tilgang að fjármagna eiginfjárframlag ríkissjóðs til hinna nýju viðskiptabanka sem reistir voru á grunni bankanna þriggja sem féllu í fyrrahaust. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að áætlað er að eigið fé Íslandsbanka verði 65 milljarða kr. og eigið fé Nýja Kaupþings verði 72 milljarða kr., en ekki liggur enn fyrir hversu hátt eiginfjárframlag til Nýja Landsbankans muni verða. Verður því upphafleg stærð flokksins í samræmi við eiginfjárþörf fyrrnefndu bankanna tveggja, þ.e. 137 milljarða kr. Hins vegar eru töluverðar líkur á því að Glitnir og (gamla) Kaupþing kaupi meginhluta hlutafjár ríkisins í þessum bönkum á næstu mánuðum, og þeir komist þar með óbeint í meirihlutaeigu kröfuhafa gömlu bankanna tveggja. Verði af því mun samsvarandi hluta skuldabréfanna nýju verða skilað til baka til ríkisins. Flokkurinn nýi ber fljótandi vexti sem taka mið af innlánsvöxtum hjá Seðlabanka Íslands. Lokagjalddagi hans er 9.október 2018. Verður hann skráður í kauphöllinni en um viðskiptavakt verður ekki að ræða. Við teljum mestar líkur á því að þessi bréf rati ekki á markað næsta kastið. Fyrir það fyrsta eru talsverðar líkur eru á að þeim hluta skuldabréfanna sem snúa að fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings verði skilað að langmestu leyti, og flokkurinn verði því miklum mun smærri en þeir 300 milljarða kr. sem heimilt er að gefa út í honum. Þá hafa viðskiptabankarnir yfir að ráða gnægð lausafjár. Líklega liggur því beint við fyrir þá að halda sjálfir þeim bréfum sem í skaut þeirra falla og hafa af þeim sömu vexti og bankarnir fá af innlánum hjá Seðlabankanum. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver hluti bréfanna verði seldur ef sneiðist mjög um lausafé í fjármálakerfinu þegar frá líður. Næsta kastið hentar þetta form fjármögnunar bankanna hins vegar ríkissjóði vel, þar sem hann á umtalsverðar fjárhæðir á innlánsreikningi sínum í Seðlabanka og munu vaxtatekjur af því fé og vaxtagjöld vegna hinnar nýju skuldabréfaútgáfu því standast á að talsverðu leyti. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnti í gær um útgáfu á nýjum flokki ríkisskuldabréfa. Flokkurinn hefur þann tilgang að fjármagna eiginfjárframlag ríkissjóðs til hinna nýju viðskiptabanka sem reistir voru á grunni bankanna þriggja sem féllu í fyrrahaust. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að áætlað er að eigið fé Íslandsbanka verði 65 milljarða kr. og eigið fé Nýja Kaupþings verði 72 milljarða kr., en ekki liggur enn fyrir hversu hátt eiginfjárframlag til Nýja Landsbankans muni verða. Verður því upphafleg stærð flokksins í samræmi við eiginfjárþörf fyrrnefndu bankanna tveggja, þ.e. 137 milljarða kr. Hins vegar eru töluverðar líkur á því að Glitnir og (gamla) Kaupþing kaupi meginhluta hlutafjár ríkisins í þessum bönkum á næstu mánuðum, og þeir komist þar með óbeint í meirihlutaeigu kröfuhafa gömlu bankanna tveggja. Verði af því mun samsvarandi hluta skuldabréfanna nýju verða skilað til baka til ríkisins. Flokkurinn nýi ber fljótandi vexti sem taka mið af innlánsvöxtum hjá Seðlabanka Íslands. Lokagjalddagi hans er 9.október 2018. Verður hann skráður í kauphöllinni en um viðskiptavakt verður ekki að ræða. Við teljum mestar líkur á því að þessi bréf rati ekki á markað næsta kastið. Fyrir það fyrsta eru talsverðar líkur eru á að þeim hluta skuldabréfanna sem snúa að fjármögnun Íslandsbanka og Nýja Kaupþings verði skilað að langmestu leyti, og flokkurinn verði því miklum mun smærri en þeir 300 milljarða kr. sem heimilt er að gefa út í honum. Þá hafa viðskiptabankarnir yfir að ráða gnægð lausafjár. Líklega liggur því beint við fyrir þá að halda sjálfir þeim bréfum sem í skaut þeirra falla og hafa af þeim sömu vexti og bankarnir fá af innlánum hjá Seðlabankanum. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einhver hluti bréfanna verði seldur ef sneiðist mjög um lausafé í fjármálakerfinu þegar frá líður. Næsta kastið hentar þetta form fjármögnunar bankanna hins vegar ríkissjóði vel, þar sem hann á umtalsverðar fjárhæðir á innlánsreikningi sínum í Seðlabanka og munu vaxtatekjur af því fé og vaxtagjöld vegna hinnar nýju skuldabréfaútgáfu því standast á að talsverðu leyti.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira