Körfubolti

Sigurður Ingimundarson: Verð að fá að gera hlutina eins og ég sem um

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Ingimundarson fyrrum þjálfari Solna Vikings.
Sigurður Ingimundarson fyrrum þjálfari Solna Vikings. Mynd/Arnþór
Sigurður Ingimundarson hætti í dag sem þjálfari sænska körfuboltaliðsins Solna Vikings en hann var aðeins búinn að stjórna liðinu í tveimur leikjum. Ástæðan er stefna félagsins. Sigurður segist hafa viljað byggja upp sitt lið með sínum áherslum en forráðamenn Solna vilja að hans mati kaupa árangur með að fá til sín sterkari Bandaríkjamenn.

„Ég fann bara það að við erum ekki að gera það sem við ætluðum að gera. Ég kom hingað til að byggja upp lið og breyta um hugsunargang og þeim veitir ekkert af því. Það var eitthvað sem þeir vildu ekki að gera. Ég sagði bara að ég væri farinn því þetta væri ekki að virka. Mínum tíma er betur varið að í að gera eitthvað uppbyggjandi," sagði Sigurður í samtali við Vísi.

„Ég hefði alveg getað verið þarna og klárað þetta en ég verð að vera sáttur og þeir verða að standa við það sem þeir sögðu mér fyrst. Liðið átti að vera á leiðinni eitthvað en þeir eru ekki á leiðinni neitt. Ég sagði þá að það væri betra að ég færi strax heldur en að ég verði ósáttur," sagði Sigurður og hann hefur þrátt fyrir allt trú á liðinu.

„Það eru bara tveir leikir búnir, við höfðum pottþétt staðið okkur og þetta lið á eftir að standa sig," segir Sigurður sem segist fara fljótlega að leita sér að öðru starfi sem körfuboltaþjálfari.

„Þeir eru mjög leiðir og vildu að þetta væri öðruvísi. Þetta er samt allt gert í mestu vinsemd og bróðerni," sagði Sigurður en lengra viðtal birtist við hann í Fréttablaðinu á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.