Erlent

Kallaði drottningu sníkjudýr og meindýr

Óli Tynes skrifar
Elísabet drottning ásamt varðmönnum Tower of London. Þar lentu gjarnan þeir sem móðguðu krúnina fyrr á árum.
Elísabet drottning ásamt varðmönnum Tower of London. Þar lentu gjarnan þeir sem móðguðu krúnina fyrr á árum.

Tilvonandi frambjóðandi breska Verkamannaflokksins hefur verið kallaður inn á teppið hjá flokksráðinu eftir að hann kallaði Elísabetu drottningu bæðí sníkjudýr og meindýr.

Talið er allt eins líklegt að með þessu hafi Peter White kálað pólitískri framtíð sinni.

Þetta byrjaði allt þegar lögð var fram tillaga um að demantsafmæli drottningar á valdastóli árið 2012 verði almennur frídagur.

White skrifaði um það á facebook síðu Andrews Rosindells sem er þingmaður Verkamannaflokksins. Þar hæddist hann að tillögunni og taldi óþarfa að vera að gefa frí vegna sníkjudýrs sem mjólkaði peninga út úr breskum almenningi.

Rosindell tók þetta óstinnt upp og sagði skrif Whites forkastanleg og fráhrindandi. Yfirstjórn flokksins er á sama máli og því hefur White nú verið kallaður á teppið þar sem framtíð hans verður íhuguð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×