Viðskipti innlent

Hægir á niðurgangi verðbólgu Veikari króna breytir stöðunni segir IFS Greining.

Á bensínstöðinni Í endurskoðaðri efnahagsspá IFS Greiningar er gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,3 prósent í lok ársins, í stað fyrri spár upp á 3,0 prósent. Koma þar til áhrif af veikari krónu en reiknað hafði verið með.Fréttablaðið/Valli
Á bensínstöðinni Í endurskoðaðri efnahagsspá IFS Greiningar er gert ráð fyrir að verðbólga verði 3,3 prósent í lok ársins, í stað fyrri spár upp á 3,0 prósent. Koma þar til áhrif af veikari krónu en reiknað hafði verið með.Fréttablaðið/Valli

Vegna veikari krónu en gert hafði verið ráð fyrir gerir IFS Greining ráð fyrir því að verðbólga gangi líka hægar niður og verði 3,3 prósent í lok þessa árs. Fyrri spá gerði ráð fyrir 3,0 prósenta verðbólgu.

Í endurskoðaðri hagspá IFS sem út kom í gær er áfram gert ráð fyrir veikri krónu þótt hún ætti eitthvað að braggast þegar líða tekur á árið. Reiknað er með að vöruskipti verði „heldur skárri" á næstu mánuðum, en bráðabirgðatölur um þau hafi valdið vonbriðgðum.

„Ljóst er að núverandi afgangur af vöruskiptum er hvegi nógu nægur og ef afganur af vöruskiptum fer ekki vaxandi mun krónan enn halda áfram núverandi veikingarferli."

Ljósir punktar eru þó sagðir að álverð hafi hækkað auk þess sem að sala sjávarafurða virðist ganga betur en í vetur.

„Tekjur af erlendum ferðamönnum aukast mikið yfir sumarmanuðina sem styrkir stoðir krónunnar. Útflæði gjaldeyris er sömuleiðis minna vegna vaxtagjalddaga seini hluta árs og nýrra relna um útborgun vaxta," segir í endurmati IFS á efnahagsmálum.

olikr@frettabladid.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×