Orlando í lokaúrslitin - sló Cleveland út með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2009 09:00 Dwight Howard fagnar einni af fjölmörgum troðslum sínum í nótt. Mynd/GettyImages Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Orlando Magic tryggði sér sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Los Angeles Lakers með auðveldum þrettán stiga sigri á Cleveland, 103-90, í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Orlando vann einvígið 4-2. Dwight Howard átti frábæran leik og var gjörsamlega óstöðvandi inn í teig. Sigur Orlando var aldrei í hættu eftir frábæran annan leikhluta þar sem liðið hélt LeBron James meðal annars stigalausum. Orlando vann leikhlutann 28-15 og var 18 stigum yfir í hálfleik,58-40. Cleveland átti góðan sprett í upphafi seinni hálfleiks en Orlando var fljótt að ná aftur tökum á leiknum og vann að lokum auðveldan sigur. Dwight Howard átti stórleik og stóru menn Cleveland réðu ekkert við hann í teig. Howard endaði leikinn með 40 stig og 14 fráköst en hann hitti úr 14 af 21 skoti sínum í leiknum. Þetta var nýtt persónulegt met hjá Howard í úrslitakeppni. Það voru fleiri að spila vel í jöfnu og samheldnu liði Orlando. Rashard Lewis skoraði 18 stig og Hedo Turkoglu var með 10 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Frakkinn Mickael Pietrus hélt líka áfram að gera Cleveland lífið leitt á báðum endum vallarins, spilaði góða vörn á LeBron og setti síðan niður hvert þriggja stiga skotið á fætur öðru. Pietrus endaði leikinn með 14 stig. LeBron James virkaði þungur og þreytulegur en endaði leikinn engu að síður með 25 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. James komst lítið áleiðis inn í teig, þurfti að hafa mikið fyrir öllu sínu og endaði með því að klikka á 12 af 20 skotum sínum. Bakvarðar-tvíeykið Delonte West og Mo Williams ollu vonbrigðum hjá Cleveland en náðu þó að bjarga tölfræðinni með sprettum í seinni hálfleik. Williams skoraði 17 stig og gaf 5 stoðsendingar og West var með 22 stig. Mestu vonbrigðin voru Litháinn Zydrunas Ilgauskas sem lét ekki bara Howard fara illa með sig í vörninni heldur skoraði aðeins 2 stig sjálfur. Fyrsti leikur Los Angeles Lakers og Orlando Magic í lokaúrslitum NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles aðfaranótt föstudagsins. Fyrstu tveir leikirnir fara fram í LA en næstu þrír á eftir í Orlando.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira